268. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 17. nóvember 2022 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193)
Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu tíu mánuði ársins.
2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar árið 2023 (2022080336)
Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2023 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt áætlun vegna áranna 2024-2026.
Samþykkt samhljóða.
3. Starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2023 (2022110318)
Hafnarstjóri fór yfir drög að starfsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2023. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2023.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Starfsáætlun Reykjaneshafnar 2023
4. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)
Smábátahöfnin í Grófinni. Verkfundargerð 2 vegna endurbóta á mynni hafnarinnar sem varð fyrir skemmdum í óveðri á fyrri hluta ársins 2020. Fram kom að framkvæmdinni er lokið.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Grófarhöfn - viðgerð brimvarnar - verkfundur 2
5. Lóðir Reykjaneshafnar (2020050288)
a. Grófin 2a
Drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar varðandi þróun á hluta lóðarinnar Grófin 2a ásamt landi við smábátahöfnina í Gróf. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi enda fellur það vel að stefnumótun Reykjaneshafnar sem fram kemur í skýrslunni Reykjaneshöfn 2030 – framtíðarsýn. Hafnarstjóra er falið að undirrita samkomulagið.
Samþykkt samhljóða.
b. Hafnarbakki 9
Fyrir liggur kauptilboð dags. 09.11.22. um lóðina Hafnarbakki 9, fasteignanúmer F209-4106 en Reykjaneshöfn hefur forkaupsrétt að viðkomandi eign. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að falla frá viðkomandi forkaupsrétti.
Samþykkt samhljóða.
c. Samráðsnefnd
Stjórn Reykjaneshafnar og umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar ásamt starfsmönnum viðkomandi aðila fóru í vettvangsferð um hafnarsvæði Reykjaneshafnar þann 15. nóvember sl. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar óskar eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að aðilar skipi sameiginlegan samráðshóp með tveimur fulltrúum frá hvorum aðila til þess að vinna að skipulagi og þróun hafnarsvæða Reykjaneshafnar í samræmi við þá stefnumótun sem fram kemur í skýrslunni Reykjaneshöfn 2030 – framtíðarsýn. Fulltrúar stjórnar Reykjaneshafnar í samráðshópnum eru Hjörtur M. Guðbjartsson og Sigurður Guðjónsson.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Grófin - loftmynd
6. Hafnasamband Íslands (2022021139)
Fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 26.10.22.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
7. Hafnasambandsþing 2022 (2022080337)
Farið var yfir framkvæmd og niðurstöður Hafnasambandsþings 2022 sem haldið var í Snæfellsbæ þann 27. og 28. október sl.
Fylgigögn:
Hafnasambandsþing 2022 - skipan stjórnar
Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2021
Hafnasambandsþing 2022 - ályktanir
8. Skemmtiferðaskip (2022060312)
Farið var yfir framkvæmd vinnustofu sem haldin var 16. nóvember sl. í Hljómahöll í tengslum við markaðssetningu Keflavíkurhafnar fyrir smærri skemmtiferðaskip. Jafnframt var farið yfir næstu skref í þeirri vinnu.
9. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varða þrotabúið.
10. Suðurnesjabær (2022040146)
Bréf dags. 04.11.2022 frá Suðurnesjabæ þar sem bent er á að tillaga að aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 liggi fyrir og er þeim sem eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir til 23. desember n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 - bréf frá Suðurnesjabæ
11. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.