269. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 15. desember 2022 kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir sat fyrir hann. Úlfar Guðmundsson boðaði forföll, Jón Már Sverrisson sat fyrir hann
1. Stjórnsýsla Reykjanesbæjar - skipulagsbreyting (2022010195)
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt nýtt skipurit fyrir stjórnsýslu Reykjanesbæjar sem tekur gildi 1. janúar 2023. Formaður stjórnar fór yfir þær áherslubreytingar sem felast í nýju skipuriti og stöðu Reykjaneshafnar innan þess.
2. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193)
a. Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu ellefu mánuði ársins.
b. Reykjaneshöfn er með yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka hafnarinnar upp á 20 milljónir króna sem rennur út þann 31. desember n.k. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 30. júní 2023.
Samþykkt samhljóða.
3. Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2023 (2022080336)
Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2023. Breytingar frá núverandi gjaldskrá byggjast á þróun á einstökum vísitölum og kostnaðarhækkunum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2023 og að gjaldskráin taki gildi 01.01.2023.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2023
4. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)
a. Vatnsnesviti. Tölvupóstur dags. 08.12.22 frá Jóni Stefáni Einarssyni f.h. Vatnsnesfront ehf. og annarra hagsmunaaðila varðandi nýja staðsetningu á rauðum ljósgeisla Vatnsnesvita vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vatnsnesi. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar leggur mikla áherslu á að öryggistæki sjófarenda geti sinnt hlutverkum sínum. Skerðing á því öryggi sem ljósgeisli Vatnsnesvita veitir við siglingar meðfram strönd Reykjanesbæjar er óásættanleg. Ef uppbygging mannvirkja á Vatnsnesi hefur slíkt í för með sér þarf að beita mótvægisaðgerðum til að tryggja öryggi sjófarenda. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að vinna að slíkum mótvægisaðgerðum með hagsmunaaðilum og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.
b. Smábátahöfnin í Gróf. Tölvupóstur dags. 25.11.22 frá Vegagerðinni þar sem ósk Reykjaneshafnar um stuðning úr Hafnabótasjóði vegna tjóns sem varð á hafnaraðstöðu í smábátahöfninni í Gróf í óveðri þann 7. og 8. febrúar sl. var hafnað.
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Tölvupóstur frá Jóni Stefáni
Tölvupóstur frá Vegagerðinni
5. Lóðir og lendur Reykjaneshafnar (2020050288)
a. Lóðarleigusamningur. Hafnarstjóri kynnti yfirfarinn grunn að lóðarleigusamningi vegna eignarlóða Reykjaneshafnar.
Lagt fram til kynningar.
b. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða Reykjaneshafnar. Fundargerð fyrsta fundar samráðsnefndar frá 24.11.22. ásamt bréfi Reykjanesbæjar dags. 08.12.22 þar sem skipan samráðsnefndarinnar er staðfest.
Lagt fram til kynningar.
c. Hafnarbraut 4. Bréf dags. 17.11.22 frá Skúla B. Sigurðssyni f.h. Höskuldarkots ehf. þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar Hafnarbraut 4, fasteignanúmer F209 3346. úr 511 m2 samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá í 1.144 m2 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leyti þær hugmyndir um lóðarstærð og lóðarmörk sem fram koma í meðfylgjandi erindi.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Lóðarleigusamningur - drög
Bréf frá Reykjanesbæ
Fundargerð samráðsnefndar um þróun hafnasvæða
Hafnarbraut 4 - ósk um lóðarstækkun
Hafnarbraut 4 - tillaga að lóð
6. Hafnasamband Íslands (2022021139)
Fundargerð 447. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 18.11.22.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 447. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
7. Skemmtiferðaskip (2022060312)
a. Aerobooking. Á fundinn mætti Sverrir Leifsson fulltrúi Aerobooking og kynnti starfsemi félagsins sem m.a. snýr að þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa.
b. Arctic SAR Event. Tölvupóstur dags. 08.11.22 frá ACEO um að Arctic SAR Event verði haldinn í Reykjanesbæ 14. – 16. mars n.k., en þar koma saman hagaðilar um siglingaöryggi á norðurslóðum. Leitað er eftir aðkomu Reykjaneshafnar að viðburðinum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar telur mikil tækifæri í því að viðburður eins og Arctic SAR Event sé haldinn í Reykjanesbæ, m.a. til að kynna bæinn og næsta nágrenni sem ákjósanlegan viðkomustað fyrir smærri skemmtiferðaskip, og felur hafnarstjóra að undirbúa slíka kynningu í tengslum við viðburðinn.
Samþykkt samhljóða.
c. Seatrade Cruise Global. Tölvupóstur dags. 28.11.22 frá Cruise Iceland um þátttöku í ráðstefnunni Seatrade Cruise Global sem fram fer í Fort Lauderdale, Florida, USA dagana 27. – 30. mars n.k. Eftirfarandi var lagt fram: Reykjaneshöfn hefur unnið að markaðssetningu Keflavíkurhafnar sem ákjósanlegs viðkomustaðar fyrir smærri skemmtiferðaskip. Hluti af slíkri markaðssetningu er að sækja ráðstefnur eins og Seatrade Cruise Global þar sem fulltrúar skipaútgerða skemmtiferðaskipa og aðrir hagsmunaaðilar koma saman til skrafs og ráðagerða. Lagt er til að Reykjaneshöfn eigi fulltrúa á þessari ráðstefnu í tengslum við aðstöðu Cruise Iceland á ráðstefnunni.
Samþykkt samhljóða.
d. „Leiðarvísir“ ferðamanna. Hafnarstjóri kynnti stöðuna í gerð „leiðarvísis“ fyrir ferðamenn sem unninn er í samstarfi við ACEO út frá niðurstöðum vinnustofu sem haldin var þann 16. nóvember s.l. í Hljómahöll.
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
AECO viðburður í Reykjanesbæ
Tölvupóstur frá Íslandsstofu
8. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.
9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2022.