271. fundur

23.02.2023 16:00

271. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2022 (2023020495)

Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í endurskoðun á ársreikningi hafnarinnar vegna ársins 2023.

2. Bréf Sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 15.02.23 (202302414)

Bréf Sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 15.02.23, þar sem tilkynnt er fyrirhuguð leiðrétting á eigendaskráningu á eignum sem skráðar eru á Reykjaneshöfn á grundvelli afsals ríkissjóðs sem dagsett er 28.12.1989. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar mótmælir fyrirhugaðri framkvæmd enda sé hún ekki í samræmi við vilja hlutaðeigandi hagsmunaaðila sem eru í dag Reykjaneshöfn annars vegar og Reykjanesbær hins vegar. Núverandi eigendaskráning er í samræmi við vilja og samþykktir eigenda hafnarinnar við yfirtöku þeirra á starfsemi hennar 1. janúar 1990. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir til að tryggja hagsmuni hafnarinnar í samráði við eigenda hafnarinnar sem er Reykjanesbær.

Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Bréf frá Sýslumanninum á Suðurnesjum

3. Atvinnuþróunarstefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Farið var yfir skipulag þeirrar vinnu sem hafin er við mótun atvinnuþróunarstefnu fyrir Reykjanesbæ.

4. Skipaþjónustuklasi (2023010393)

Farið var yfir stöðu verkefnisins Skipaþjónustuklasi.

5. Hafnasamband Íslands (2023010394)

a. Fundargerð 449. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands frá 20.01.23.

Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands

b. Ársreikningur Hafnasamband Íslands 2022.

Lagður fram til kynningar.

6. Skemmtiferðaskip (2023010396)

Farið var yfir stöðu undirbúnings vegna þátttöku hafnarinnar í ráðstefnunni Seatrade Cruise Global.

7. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.

8. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2023020513)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2023.