272. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 23. mars kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson Hafnarstjóri.
1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2022 (2023020495)
Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í endurskoðun á ársreikningi hafnarinnar vegna ársins 2023.
2. Ársskýrsla Reykjaneshafnar 2022 (2023020629)
Hafnarstjóri fór yfir drög að ársskýrslu Reykjaneshafnar vegna rekstrarársins 2023.
3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2023010399)
Bréf Reykjanesbæjar dags. 27.02.23 þar sem fram kemur að deiliskipulag vegna uppbyggingar við Njarðvíkurhöfn hefur verið sent Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Deiliskipulag fyrir Njarðvíkurhöfn - bréf frá skipulagsfulltrúa
4. Atvinnuþróunarstefna Reykjanesbæjar (2023020501)
Farið yfir stöðuna við vinnu á atvinnuþróunarstefnu Reykjanesbæjar.
5. Skipaþjónustuklasi (2023010393)
Farið var yfir stöðuna við vinnu verkefnisins Skipaþjónustuklasi í Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Njarðvíkurhöfn - skjólgarður og hafnaraðstaða
Þróun og skipulag hafnasvæða Reykjaneshafnar - bókun umhverfis- og skipulagsráðs
6. Hafnasamband Íslands (2023010394)
Fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 17.02.23.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
7. Skemmtiferðaskip (2023010396)
Samfélagsvísir ætlaður farþegum skemmtiferðaskipa sem Reykjaneshöfn vann í samráði við AECO og Reykjanesbæ var kynntur opinberlega í dag. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar útgáfu samfélagsvísis fyrir Reykjanesbæ sem ætlaður er farþegum skemmtiferðaskipa til upplýsingar um það samfélag sem þeir heimsækja, m.a. áhugaverða staði á svæðinu og eðlilega samskiptahætti. Reykjaneshöfn þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plógin við gerð hans og þá sérstaklega samstarfið við AECO sem hafði forgöngu um þessa útgáfu.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Reykjanesbær - samfélagsvísir - community guidelines
8. Rafeldsneyti (2022070151)
Tölvupóstur frá Íslenskri NýOrku ehf. dags. 21.02.23 þar sem kannaður er áhugi sveitarfélaga, hafnaryfirvalda og fleiri til kynnisferðar erlendis þar sem aðstæður við og til framleiðslu vetnis og annars rafeldsneytis væru skoðaðar. Fyrir liggur að mikill áhugi er á framleiðslu rafeldsneytis í tengslum við þau orkuskipti sem stefnt er að á komandi árum, bæði hérlendis og erlendis, en í því felst að leggja af notkun jarðefnaeldsneytis og taka upp aðra orkugjafa. Hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á framleiðslu slíkra orkugjafa á iðnaðarsvæðunum upp af Helguvíkurhöfn. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar telur rétt að sviðsstjóri atvinnu- og hafnamála Reykjanesbæjar fari í viðkomandi kynnisferð til að efla þekkingu innan sveitarfélagsins á þessum málum.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Rafeldsneyti - dagskrá kynnisferðar
9. Reykjanesklasinn – grænn iðngarður (2023030018)
Á fundinn mættu Kjartan Eiríksson og Þór Vigfússon fulltrúar Reykjanesklasans – græns iðngarðs og kynntu hugmyndafræði verkefnisins.
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar lýsir ánægju sinni með þær hugmyndir sem felast í verkefninu Reykjanesklasi – grænn iðngarður og þeim áformum um uppbyggingu sem þar koma fram. Gangi verkefnið eftir mun það auka fjölbreytni í atvinnumálum Suðurnesja og efla nýsköpun á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.
10. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Skiptastjóri hefur samþykkt tilboð Reykjanesklasans ehf. í fasteignir þrotabúsins. Í tilboðinu felst m.a. að sú lóð sem fylgir fasteignunum mun minnka verulega miðað við þá lóð sem er til staðar í dag. Reykjaneshöfn er leigusali núverandi lóðar til þrotabúsins og þarf því að heimila þær breytingar sem gera þarf á lóðinni. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar heimilar fyrir sitt leyti þær breytingar sem gera þarf á lóðastærð núverandi lóðar á Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ til þess að hægt sé að ganga frá sölu fasteigna þrotabúsins og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir. Samþykkt samhljóða.
11. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2023020513)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2023.