274. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 11. maí kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2022 (2023020495)
Á fundinn undir þessum lið mætti frá PricewaterhouseCoopers ehf., endurskoðunarfyrirtæki Reykjaneshafnar, Jón H. Sigurðsson endurskoðandi. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2022 var lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi:
Rekstrartekjur.............................................................. kr. 303.114.648.-
Rekstrargjöld................................................................ kr. 190.641.968.-
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti....................... kr. 112.472.680.-
Afskriftir mannvirkja og annarra eigna............ kr. -44.682.124.-
Fjármagnsliðir............................................................... kr. -97.956.669.-
Rekstrartap ársins...................................................... kr. -30.166.113.-
Eftirfarandi var lagt fram: Lagt er til að Stjórn Reykjaneshafnar samþykki ársreikninginn og vísi honum til samþykktar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Ársreikningur Reykjaneshafnar 2022
2. Ársskýrsla Reykjaneshafnar 2022 (2023020573)
Ársyfirlit yfir starfsemi Reykjaneshafnar 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Ársyfirlit Reykjaneshafnar 2022
3. Fjármál Reykjaneshafnar (2023050188)
Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu þrjá mánuði ársins.
4. Skipaþjónustuklasi (2023010393)
Farið var yfir stöðuna við vinnu verkefnisins Skipaþjónustuklasi í Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Skipaþjónustuklasi
5. Hafnasamband Íslands (2023010394)
Fundargerð 452. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19.04.23.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 452. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 19.04.23
6. Cruise Iceland (2023050186)
Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland frá 02.05.23 ásamt ársskýrslu.
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland 02.05.23
Ársskýrsla Cruise Iceland
7. Rafeldsneyti (2022070151)
Fyrirtækið IðunnH2 hefur skipulagt kynnisferð til Danmerkur þar sem skoðaður verður þróunarreitur rafeldsneytisvinnslu, en horft hefur verið til að setja upp slíka framleiðslu á Reykjanesi. Eftirfarandi var lagt fram: Sú framþróun sem á sér stað í vinnslu rafeldsneytis kallar á að hagaðilar séu meðvitaðir um hvað í því felst, m.a. rýmisþörf og ásýnd slíkrar vinnslu. Með hliðsjón af því að horft er til uppbyggingar á slíkri framleiðslu í Reykjanesbæ eða nærumhverfi hans telur stjórn Reykjaneshafnar rétt að fulltrúar sveitarfélagsins öðlist sem mesta þekkingu á þessum málum og mælir með að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í fyrirhugaðri ferð.
Samþykkt samhljóða.
8. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið. Reykjaneshöfn hefur verið milliliður samkomulags milli ríkissjóðs og Norðuráls Helguvíkur ehf. varðandi leigu lóðarinnar þar sem reisa átti álverið. Nú þegar fyrir liggur að sú starfsemi verður ekki á viðkomandi lóð hafa Reykjaneshöfn og Kadeco, f.h. ríkissjóðs, komist að samkomulagi varðandi slit á því fyrirkomulagi. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnarstjóra að undirrita það.
Samþykkt samhljóða.
9. Mannauðsstefna Reykjanesbæjar (2023050187)
Tölvupóstur dags. 02.05.23 þar sem fram kemur að bæjarráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn ráða og nefnda Reykjanesbæjar um drög að mannauðsstefnu Reykjanesbæjar.
Eftirfarandi lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemdir við stefnuna.
Samþykkt samhljóða.
10. Atvinnu- og hafnaráð – drög að erindisbréfi (2023050182)
Tölvupóstur dags. 10.05.23 þar sem fram kemur að forsetanefnd Reykjanesbæjar óskar eftir umfjöllun og umræðum um drög að erindisbréfi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar telur fyrirliggjandi drög að erindisbréfi skilgreina vel hlutverk atvinnu- og hafnaráðs. Þó eru þar atriði sem mætti skoða nánar og felur stjórnin formanni stjórnar að koma þeim athugasemdum til forsetanefndar.
Samþykkt samhljóða.
11. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2023020513)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2023.