275. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 15. júní kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Fjármál Reykjaneshafnar (2023050188)
a. Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu ellefu mánuði ársins.
b. Reykjaneshöfn er með yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka hafnarinnar upp á 20 milljónir króna sem rennur út þann 30. júní n.k. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 31. desember 2023.
Samþykkt samhljóða.
2. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)
Hafnarstjóri fór yfir drög að samgönguáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í haust en hún er komin inn á samráðsgátt stjórnvalda. Einnig fór hann yfir stöðu skipulagsmála vegna komandi uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn.
Fylgigögn:
Njarðvíkurhöfn - suðursvæði
3. Landhelgisgæsla Íslands - viljayfirlýsing (202010267)
Eftirfarandi var lagt fram: Þann 26. maí sl. var undirrituð viljayfirlýsing milli Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar, dómsmálaráðherra og Landhelgisgæslu Íslands um aðstöðu fyrir skipastól Landhelgisgæslunnar í Njarðvíkurhöfn á grundvelli langtímaleigusamnings. Miðað er við að viðkomandi aðstaða verði byggð samhliða þeirri uppbyggingu sem stefnt er að í Njarðvíkurhöfn á næstu mánuðum og ljúka á 2026, en það ár á Landhelgisgæsla Íslands 100 ára afmæli. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar þessum áfanga og hlakkar mjög til samstarfsins við Landhelgisgæsluna í framtíðinni.
Samþykkt samhljóða.
4. Utanríkisráðuneytið (2021050454)
Eftirfarandi var lagt fram: Þann 5. júní sl. barst Reykjanesbæ erindi frá utanríkisráðuneytinu með ósk um samstarf varðandi uppbygginu á hafnaraðstöðu í Helguvíkurhöfn. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 8. júní sl. og fól þar bæjarstjóra og sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að vinna áfram í málinu. Stjórn Reykjaneshafnar lýst vel á erindið en minnir á að gæta þarf að hagsmunum Reykjaneshafnar í þessu samstarfi, þannig að þjónustugeta hafnarinnar aukist til framtíðar ef af framkvæmdum verður.
Samþykkt samhljóða.
5. Atvinnuþróunarstefna (2023020501)
Farið yfir stöðuna við vinnu á atvinnuþróunarstefnu Reykjanesbæjar.
6. Skipaþjónustuklasi (2023010393)
Farið var yfir stöðuna við vinnu verkefnisins Skipaþjónustuklasi í Reykjanesbæ.
7. Hafnasamband Íslands (2023010394)
Fundargerð 453. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands frá 17.05.23.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 453. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 17. maí 2023
8. Skemmtiferðaskip (2023010396)
Tölvupóstur frá Cruise Iceland dags. 04.04.23 þar sem fram kemur að Cruise Iceland mun vera með sölubás á ráðstefnunni Seatrade Europe sem haldin er 6.-8. september n.k. Eftirfarandi var lagt fram: Reykjaneshöfn hefur í samstarfi við ferðatengda aðila á Reykjanesi verið að markaðssetja Keflavíkurhöfn sem viðkomustað smærri skemmtiferðaskipa. Sem hluta af þeirri markaðssetningu telur stjórn Reykjaneshafnar rétt að fulltrúi hafnarinnar sæki ráðstefnuna í samstarfi við Cruise Iceland. Jafnframt felur stjórnin hafnarstjóra að kanna hug annarra hafna á Reykjanesi til samstarfs í sameiginlegri markaðssetningu fyrir smærri skemmtiferðaskip í tengslum við Markaðsstofu Reykjaness.
Samþykkt samhljóða.
9. Aalborg Portland Íslandi (2023010395)
Hafnarstjóri kynnti hugmyndir um vigtaraðstöðu vegna starfsemi Aalborg Portland Íslandi á hafnarsvæðinu i Helguvík. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir þann grunn sem lagt er upp með varðandi nýja vigtaraðstöðu Aalborg Portland Íslandi á hafnarsvæðinu í Helguvík og heimilar hafnarstjóra að vinna málið áfram á þeim grundvelli. Endanleg útfærsla verður lögð fyrir stjórn þegar hún liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
10. Fitjabraut 3 – stækkun lóðar (2023060233)
Bréf Fasteignafélagsins Lóns ehf. dags. 15.05.23 til Reykjanesbæjar með ósk um stækkun lóðarinnar Fitjabraut 3. Reykjaneshöfn er landeigandi á svæðinu og þarf að heimila slíka stækkun. Eftirfarandi var lagt fram: Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða er með í vinnslu úttekt og endurhönnun á svæðinu vestan og sunnan við starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, en þar er m.a. um að ræða aðkomuleiðir og lóðarmörk á Fitjabraut. Stjórn Reykjaneshafnar heimilar ekki að svo stöddu neinar breytingar á lóðarmörkum umfram það sem nú er, meðan á þeirri vinnu stendur.
Samþykkt samhljóða.
11. Fitjabakki 8 – lóðarleigusamningur (2023060234)
Lóðarleigusamningur við Laugar ehf. um lóðina Fitjabakka 8.
Afgreiðslu frestað.
12. Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (2022040594)
Tölvupóstur frá Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi, dags. 13.05.23 þar sem fram kemur að aðalfundur samtakanna hafi farið fram 12. maí sl., ásamt helstu niðurstöðum fundarins.
Lagt fram til kynningar.
13. Rafeldsneyti (2022070151)
Dagana 5.-7. júní sl. fóru fulltrúar Reykjanesbæjar í heimsókn til Fredercia í Danmörku sem skipulögð var af fyrirtækinu Iðunn H2, en heimsóknin miðaði að því að kynna hvernig staðið væri að framleiðslu rafeldsneytis. Alexander Ragnarsson stjórnarmaður stjórnar Reykjaneshafnar var einn af fulltrúum í ferðinni og fór hann yfir það sem þar kom fram.
14. Norðurál Helguvík ehf (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.
15. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2023020513)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2023.