279. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 26. október 2023, kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
1. Sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál (2023100393)
Anna Karen Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri sjálfbærnimála hjá Reykjanesbæ sat fundinn undir þessu máli. Kynnti hún stefnu Reykjanesbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum ásamt því að ræða sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins.
Atvinnu- og hafnarráð þakkar Önnu Karen greinargóða kynningu. Með hliðsjón af því sem þar kom fram óskar atvinnu- og hafnarráð liðsinnis sjálfbærniráðs við gerð áætlunar fyrir Reykjaneshöfn um meðferð og flokkun úrgangs og felur sviðsstjóra að koma þeirri ósk á framfæri.
2. Fjárhagsáætlun ársins 2024 (2023080020)
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, kynnti stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2024.
3. Viðskiptakröfur Reykjaneshafnar (2023100394)
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu á viðskiptakröfum Reykjaneshafnar. Fyrir liggur að hluti af þeim kröfum eru óinnheimtanlegar vegna fyrningar eða vegna gjaldþrota viðskiptamanna.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir tillögur sviðsstjóra um að fella niður kröfur sem metnar eru óinnheimtanlegar vegna fyrningar eða vegna gjaldþrota viðskiptamanna.
4. Atvinnustefna (2023020501)
Farið yfir niðurstöður úr vinnustofu um atvinnustefnu sem haldin var þann 4. október sl. ásamt næstu skrefum áframhaldandi vinnu hennar.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með framkvæmd vinnustofunnar og þakkar öllum þeim sem þar lögðu hönd á plóg. Komið hefur fram gagnrýni á tímasetningu vinnustofunnar en það er mat atvinnu- og hafnarráðs að besta niðurstaðan hafi verið valin. Mótun atvinnustefnunnar heldur áfram og á næstunni verður leitað umsagnar frá fleiri aðilum sem og ráðum Reykjanesbæjar.
5. Skipaþjónustuklasi (2023010393)
Hjörtur M. Guðbjartsson formaður sagði frá fundi sem hann ásamt sviðsstjóra og fulltrúum úr samstarfsnefnd um þróun hafnarsvæða átti með fulltrúum íslenska sjávarklasans varðandi mögulega aðkomu þeirra síðarnefndu að verkefninu Sjávarklasinn.
6. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða (2023010392)
Farið var yfir þau mál sem til umfjöllunar eru hjá samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða.
7. Njarðvíkurhöfn - dýpkun hafnar (2023080391)
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir útboðsgögn vegna dýpkunar Njarðvíkurhafnar.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og felur sviðsstjóra að hefja framkvæmdina.
Fylgigögn:
Njarðvíkurhöfn - útboðsteikningar
8. Helguvíkurhöfn – sjóvörn (2023090529)
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir skemmdir sem fram hafa komið á sjóvörn í Helguvíkurhöfn og áætlaðan kostnað við endurbætur.
Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að hefja endurbætur á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.
Fylgigögn:
Helguvíkurhöfn - mynd af sjóvörn
9. Aalborg Portland Ísland ehf. (2023010395)
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir samkomulag við Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi uppsetningu og rekstur bílavogar á athafnasvæði norðurbakka Helguvíkurhafnar, en samkomulagið er undirritað af sviðsstjóra með fyrirvara um samþykki ráðsins.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.
10. Hafnasamband Íslands (2023010394)
Fundargerð 456. fundar Hafnasambands Íslands frá 19.09.23 lögð fram ásamt skýrslu formanns hafnasambandsins um samstarf sambandsins við Fiskistofu.
Fylgigögn:
Fundargerð 456. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 19. september 2023
11. Hafnafundur 2023 (2023100395)
Hafnafundur 2023 fór fram í Hafnarfirði föstudaginn 20. október sl. og sóttu fulltrúar Reykjaneshafnar fundinn. Farið var yfir það sem fram kom á fundinum.
Fylgigögn:
Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2022
Tillögur Hafnasambands Íslands að breytingum á hafnalögum
Landtengingar og orkumál
Umhverfiseinkunnarkerfið - Environmental Port Index
12. KADECO – bakhjarlar K64HB (2023100396)
Bréf KADECO dags. 10.10.23 þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa frá Reykjaneshöfn í vinnuhóp hagaðila frá KADECO, Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn um uppbyggingu á landsvæðinu upp af Helguvíkurhöfn.
Atvinnu- og hafnarráð tilnefnir Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, sem fulltrúa Reykjaneshafnar.
13. Skipasmíðastöð Njarðvíkur - lóðarumsókn (2023100398)
Tölvupóstur frá skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, dags. 17.10.23, þar sem óskað er umsagnar varðandi ósk Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur um úthlutun á lóð fyrir yfirbyggða þurrkví við hlið núverandi lóðar skipasmíðastöðvarinnar.
Atvinnu- og hafnarráð styður viðkomandi lóðarumsókn.
Fylgigögn:
Njarðvíkurhöfn, suðursvæði - yfirlitsmynd
14. Stakksbraut 15 - lóðarumsókn (2023080404)
Tölvupóstur frá skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, dags. 17.10.23, þar sem óskað er umsagnar varðandi ósk Cf 123 ehf. um úthlutun lóðarinnar Stakksbrautar 15 við hafnarsvæði á norðurbakka Helguvíkurhafnar.
Atvinnu- og hafnarráð styður viðkomandi lóðarumsókn.
Fylgigögn:
Stakksbraut 15 - lóðarblað
15. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varða þrotabúið.
16. Hafnahöfn - útsýnispallur (2023100397)
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir umsókn frá Reykjaneshöfn í uppbyggingarsjóð ferðamannastaða til byggingar á útsýnispalli á Hafnahöfn.
Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju með að viðkomandi umsókn sé farin í ferli enda er hún í samræmi við þá framtíðarsýn sem samþykkt var fyrir Reykjaneshöfn árið 2021 og náði til ársins 2023, en þar segir m.a. um Hafnahöfn: „Á bryggjuendanum er útsýnispallur þar sem hægt er að horfa til beggja átta meðfram ströndinni og út á haf.“
Fylgigögn:
Útsýnispallur á Hafnahöfn - útlit
Hafnahöfn, útsýnispallur - yfirlitsmynd
Hafnahöfn - aðkomubraut og útsýnispallur
17. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2023050188)
Sviðsstjóri fór yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs.
18. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2023020513)
Sviðsstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.