282. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 18. janúar 2024, kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2023 (2024010264)
Farið var yfir stöðuna á endurskoðun ársreiknings Reykjaneshafnar vegna ársins 2023.
2. Hafnasamband Íslands (2023010394)
Fundargerð 459. fundar Hafnasambands Íslands frá 08.12.23 lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 459. fundar Hafnasambands Íslands 8. desember 2023
3. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)
Þriðjudaginn 9. janúar sl. rann út frestur til að skila inn tilboðum í verkið „Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, dýpkun hafnar 2024“. Útboðið var opið og auglýst á heimasíðu Vegagerðarinnar og útboðsvef um opinber útboð. Eitt tilboð barst í verkið sem var tæplega 205% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin sem er ráðgjafi Reykjaneshafnar við þessa framkvæmd leggur til að tilboðinu sé hafnað.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að hafna ofangreindu tilboði. Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að fara yfir forsendur útboðsins og koma með tillögu að framhaldi þess á næsta fundi ráðsins.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða útboðsvef
4. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)
Farið var yfir stöðuna á vinnu við atvinnustefnu Reykjanesbæjar.
5. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða (2024010265)
Farið var yfir þau mál sem til umfjöllunar eru hjá samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða.
6. Skemmtiferðaskip (2024010266)
Farið yfir könnun um viðhorf íbúa til skemmtiferðaskipa og farþega þeirra.
Fylgigögn:
Viðhorf íbúa til skemmtiferðaskipa- og farþega
7. Aalborg Portland Ísland (2024010267)
Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi fyrirkomulag á greiðslu vörugjalda á innfluttu sementi um Helguvíkurhöfn árið 2024.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi og felur Halldóri K Hermannssyni sviðsstjóra að undirrita það.
8. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varða þrotabúið.
9. Tryggingar Reykjaneshafnar (2024010275)
Reykjaneshöfn er með samning um tryggingar við TM tryggingar sem gerður var í framhaldi af útboði árið 2020. Farið var yfir þróun iðgjalda frá því að samningurinn tók gildi árið 2021.
10. Afmælissjóður Reykjanesbæjar (2024010135)
Bréf Reykjanesbæjar, dags. 08.01.2024, þar sem kynnt er stofnun afmælissjóðs Reykjanesbæjar í tilefni af því að þann 11. júní nk. eru 30 ár frá því að Reykjanesbær varð til með samruna sveitarfélaganna Hafnahrepps, Keflavíkurbæjar og Njarðvíkurbæjar. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að minnast þessara tímamóta. Bæjarráð Reykjanesbæjar hvetur alla áhugasama til þess að sækja um styrki úr sjóðnum.
Atvinnu- og hafnarráð tekur undir hvatningu bæjarráðs.
Fylgigögn:
Frétt um afmælissjóðinn á vef Reykjanesbæjar
Rafræn umsókn um styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar
11. Starfsmannamál Reykjaneshafnar (2024010269)
Fyrsta janúar 2023 tók gildi nýtt starfsfyrirkomulag hjá Reykjaneshöfn sem sett var á til reynslu í eitt ár. Halldór K Hermannsson sviðsstjóri fór yfir hvernig til hefði tekist á liðnu ári og lagði til að viðkomandi fyrirkomulag yrði áfram.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir viðkomandi fyrirkomulag.
12. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)
Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri fór yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs.
13. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)
Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 23. janúar 2024.