285. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann
18. apríl 2024, kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2023 (2024010264)
Á fundinn mætti Jón H. Sigurðsson endurskoðandi frá PricewaterhouseCoopers ehf., endurskoðunarfyrirtæki Reykjaneshafnar.
Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2023 var lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi:
Rekstrartekjur |
kr. 342.601.947.- |
Rekstrargjöld |
kr. 197.306.237.- |
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti |
kr. 145.295.710.- |
Afskriftir mannvirkja og annarra eigna |
kr. -44.697.732.- |
Fjármagnsliðir |
kr. -89.742.262.- |
Rekstrarhagnaður ársins |
kr. 10.855.716.- |
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir ársreikning Reykjaneshafnar og vísar honum til samþykktar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
2. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)
Lögð fram fundargerð með bjóðanda í verkið „Njarðvíkurhöfn suðursvæði, dýpkun hafnar 2024“ ásamt undirrituðum verksamningi í verkið.
3. Helguvíkurhöfn - Suðurbakki (2024040273)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á suðurbakka Helguvíkurhafnar.
4. Skipulagsmál í Helguvík (2024040274)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir hugmyndir skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar varðandi breytingar á iðnaðarsvæðinu í Helguvík í aðalskipulagi Reykjanesbæjar.
Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að koma á framfæri við skipulagsyfirvöld þeirri umræðu sem fram fór á fundinum.
5. Solstice Materials ehf. – drög að samkomulagi (2024040275)
Lögð fram drög að samkomulagi við Solstice Materials ehf. varðandi aðstöðu og gjaldtöku í tengslum við fyrirhugaða starfsemi þeirra á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar.
Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
6. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)
Drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024-2034 eru í umsagnarferli hjá nefndum og ráðum Reykjanesbæjar en óskað hefur verið eftir því að viðkomandi skili umsögnum fyrir 1. maí nk. Farið var yfir þær umsagnir sem þegar hafa borist.
7. Cruise Iceland - aðalfundur (2024020131)
Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland frá 3. apríl sl. var lögð fram ásamt endurskoðuðum samþykktum félagsins.
Fylgigögn:
CI-Aðalfundur - 03-04-2024
CI - Samþykktir
8. Verk og vit (2024040277)
Sýningin „Verk og vit“ hófst í dag, 18. apríl í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal og stendur til loka dags þann 21. apríl nk. Reykjanesbær ásamt Suðurnesjabæ, KADECO og ISAVIA standa saman að sýningarbás á sýningunni þar sem lögð er áhersla á þau uppbyggingar- og atvinnutækifæri sem eru í boði á Suðurnesjum undir yfirskriftinni „Suðurnes – tenging til allra átta“.
9. Styrktarsjóður EBÍ (2024030512)
Bréf, dags. 21.03.24, frá Brunabótafélagi Íslands þar sem bent er á að opið er fyrir umsóknir í Styrktarsjóð EBÍ.
Fylgigögn:
Bréf-Styrktarsjóður_2024
10. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
11. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2024.