286. fundur

23.05.2024 16:00

286. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 23. maí 2024, kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

1. Breytingar á skipan fulltrúa í kjörnum ráðum (2022060216)

Lagður fram tölvupóstur frá Reykjanesbæ, dags. 13. maí 2024, þar sem fram kemur að á fundi bæjarstjórnar þann 7. maí hafi verið samþykktar eftirfarandi breytingar á fulltrúum í atvinnu- og hafnarráði:

Úlfar Guðmundsson (U) fer út sem aðalmaður í atvinnu- og hafnarráði, Jón Már Sverrisson (U) tekur sæti hans.
Jón Már Sverrisson (U) fer út sem varamaður í atvinnu- og hafnarráði, Gunnar Felix Rúnarsson (U) tekur sæti hans.

2. HB 64 – kynning (2023100396)

Bergný Jóna Sævarsdóttir sjálfbærnistjóri og Elín Ragnheiður Guðnadóttir yfirverkefnastjóri frá Kadeco mættu á fundinn og kynntu verkefnið.

3. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)

Lögð fram verkfundargerð nr. 2, dags. 14. maí 2024, vegna verksins Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, dýpkun hafnar 2024.

Fylgigögn:

Njarðvíkuhöfn , Suðursvæði - dýpkunarsvæði - yfirlitsmynd

4. Helguvíkurhöfn - Suðurbakki (2024040273)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á suðurbakka Helguvíkurhafnar.

5. Skipulagsmál í Helguvík (2024040274)

Lögð fram tillaga að breytingu í aðalskipulagi Reykjanesbæjar á afmörkun hafnarsvæðis í Helguvík.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir viðkomandi breytingu á afmörkun hafnarsvæðisins í Helguvík.

Fylgigögn:

Afmörkun hafnarsvæðis í Helguvík - tillaga að breytingu á aðalskipulagi

6. Skipulagsmál í Gróf (2021090502)

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Grófinni, en viðkomandi breyting er m.a. á athafnasvæði Reykjaneshafnar við smábátahöfnina í Grófinni.

Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemd við viðkomandi deiliskipulagsbreytingu. Atvinnu- og hafnarráð vill minna á að til þess að fyrirhuguð uppbygging á grundvelli þessarar breytingar gangi eftir þarf að uppfylla samkomulag hafnarinnar við Reykjanesbæ frá 1. desember 2022 um lóðina Grófina 2A.

7. Solstice Materials ehf. – drög að samkomulagi (2024040275)

Lögð fram drög að samkomulagi við Solstice Materials ehf. varðandi aðstöðu og gjaldtöku í tengslum við fyrirhugaða starfsemi þeirra á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að undirrita þau.

8. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024-2034 eru í umsagnarferli hjá ráðum Reykjanesbæjar en óskað var eftir því að viðkomandi skiluðu sínum umsögnum fyrir 1. maí sl.

Atvinnu- og hafnarráð þakkar þeim sem þegar hafa skilað umsögnum en ekki hafa borist umsagnir frá öllum ráðum. Atvinnu- og hafnarráð ítrekar ósk sína um umsögn við þá aðila sem ekki hafa skilað umsögn og felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að koma þeim óskum á framfæri.

9. Lóðarleigusamningur - skapalón (2020050255)

Lögð fram drög að skapalóni fyrir lóðarleigusamninga Reykjaneshafnar.

Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.

10. Skemmtiferðaskip (2024010266)

Dagana 11.-12. september nk. fer ráðstefnan Seatrade Cruise Med fram í Málaga á Spáni þar sem skipafélög skemmtiferðaskipa og hagaðilar koma saman til skrafs og ráðagerða. Cruise Iceland verður með sölubás á ráðstefnunni.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að fulltrúi Reykjaneshafnar sæki ráðstefnuna og taki þátt í sölubás Cruise Iceland til kynningar á Reykjaneshöfn sem þjónustuhöfn við smærri skemmtiferðaskip.

11. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða (2023100397)

Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 8. maí 2024, þar sem umsókn Reykjaneshafnar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar útsýnispalls á Hafnahöfn er synjað.

Fylgigögn:

Synjun umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

12. Hafnasamband Íslands (2024020132)

Ársreikningur Hafnasambands Íslands vegna rekstrarársins 2023 lagður fram.

Atvinnu- og hafnarráð gerir ekki athugasemd við ársreikninginn.

13. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða (2022110379)

Fundargerð 13. fundar samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða frá 2. maí 2024 lögð fram.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að óska eftir samstarfi við umhverfis- og framkvæmdasvið Reykanesbæjar varðandi mótun þróunaráætlunar á svæðinu í kringum Njarðvíkurhöfn.

14. Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi – SAR (2024050284)

Aðalfundur SAR – samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi fór fram 17. maí sl. Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri sótti fundinn og fór yfir það helsta sem þar kom fram.

Fylgigögn:

Aðalfundur Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi 17. maí 2024 - dagskrá og samantekt
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi - tillaga að stjórn starfsárið 2024-2025

15. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.

16. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2024.