287. fundur

20.06.2024 16:00

287. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 20. júní 2024, kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Valgerður Pálsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

Kristján Jóhannsson boðaði forföll og sat Valgerður Pálsdóttir fundinn í hans stað.

1. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)

Verkfundargerðir nr. 3 og nr. 4, dags. 29.05.24 og 19.06.24, vegna verksins „Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, dýpkun hafnar 2024“ lagðar fram.

2. Helguvíkurhöfn - Suðurbakki (2024040273)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á suðurbakka Helguvíkurhafnar.

3. Hafnasamband Íslands (2024020132)

Fundargerðir 462. fundar og 463. fundar Hafnasambands Íslands frá 22.03.24 og 07.05.24 lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 462. fundar Hafnasambands Íslands

Fundargerð 463. fundar Hafnasambands Íslands

4. Styrktarsjóður EBÍ (2024030512)

Bréf frá styrktarsjóði EBÍ dags. 14.06.24 þar sem tilkynnt er að sjóðurinn styrki verkefnið „Saga Njarðvíkurhafnar – upplýsingaskilti“ um kr. 600.000.-.

Fylgigögn:

Styrktarsjóður EBÍ - úthlutaðir styrkir 2024

Úthlutun úr Styrktasjóði EBÍ 2024

5. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.

6. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)

Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 27. júní 2024.

Í framhaldi af fundinum var farin vettvangsferð um starfssvæði Reykjaneshafnar.