289. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 26. september 2024 kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Valgerður Pálsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll og sat Valgerður Pálsdóttir fundinn í hans stað.
1. Fjárhagsáætlun 2025 (2024050440)
Farið yfir stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2025.
Atvinnu- og hafnarráð ferð þess á leit við bæjarstjórn að í fjárhagsáætlun ársins 2025 verði gert ráð fyrir nýju stöðugildi í atvinnumálum vegna aukinna umsvifa í atvinnutengdum verkefnum og fjárhagsrammi málaflokksins aukinn sem því nemur.
2. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Njarðvíkurhöfn. Hlé hefur verið á framkvæmdum þar sem tæki verktakans hafa verið í árlegu viðhaldsstoppi en stefnt er að því að þær hefjist fyrir miðjan október nk.
3. HB 64 - grænn vistiðngarður (2023100396)
Reykjaneshöfn er með fulltrúa í bakhjarlahópi verkefnisins HB64 sem snýr að skipulagi og framtíðarsýn á iðnaðarsvæðinu upp af Helguvíkurhöfn. Lagt fram minnisblað, dags. 20. ágúst 2024, þar sem fjallað er um stöðu verkefnisins í dag og tillögur að næstu skrefum.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að fulltrúi Reykjaneshafnar vinni áfram að málinu í samræmi við þær tillögur sem fram koma í minnisblaðinu.
4. Skemmtiferðaskip (2024010266)
a. Bréf AECO, dags. 6. september 2024, þar sem lýst er yfir áhyggjum af afnámi tollfrelsis skemmtiferðaskipa sem eru á hringsiglingum kringum Ísland.
Atvinnu- og hafnarráð tekur undir þær áhyggjur sem fram koma í bréfinu og hvetur stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína með hliðsjón af þeim tillögum sem þar koma fram.
b. Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór á ráðstefnuna Seatrade Europe Med 2024 og fór hann yfir ýmis mál því tengdu.
Fylgigögn:
Afnám tollfrelsis fyrir skemmtiferðaskip - bréf AECO
5. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)
Farið var yfir stöðuna í vinnslu atvinnustefnu Reykjanesbæjar.
6. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands 9. september 2024 (2024020132)
Fundargerð 465. fundar Hafnasambands Íslands frá 9. september 2024 lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 465. fundar Hafnasambands Íslands
7. Hafnasambandsþing 2024 (2024020130)
Farið yfir ýmsa þætti er snúa að Hafnasambandsþingi 2024 sem verður haldið á Akureyri dagana 24. og 25. október nk. en fulltrúar Reykjaneshafnar sækja þingið.
Fylgigögn:
Fjöldi fulltrúa á landsþingi 2024 skv. reglum Hafnasambands Íslands
8. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða (2024010265)
Fundargerðir 14. og 15. fundar samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða frá 22. ágúst 2024 og 23. september 2024 lagðar fram. Farið var yfir kynningu sem Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, var með á 15. fundi nefndarinnar og snéri m.a. að umferðartengingum Njarðvíkurhafnar við Reykjanesbraut.
Atvinnu- og hafnarráð leggur áherslu á, nú eins og hingað til, að tryggja þarf auðvelda umferðaraðkomu á milli athafnasvæðisins við Njarðvíkurhöfn og Reykjanesbrautar. Einnig þarf að tryggja að önnur athafnasvæði sem í uppbyggingu eru í Reykjanesbæ hafi auðvelda aðkomu til og frá Reykjanesbraut, s.s. Flugvellir og Aðaltorg. Atvinnu- og hafnarráð hvetur bæjarstjórn, bæjarráð og umhverfis- og skipulagsráð til að tryggja þessa hagsmuni í tengslum við uppbyggingu Reykjanesbrautar.
9. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
10. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:54. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2024.