292. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 12. desember 2024, kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll og sat Halldór Rósmundur Guðjónsson fundinn í stað hans.
1. Fjármál Reykjaneshafnar (2024080299)
Reykjaneshöfn er með yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka hafnarinnar upp á 20 milljónir króna sem rennur út þann 31. desember nk.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 31. desember 2025.
2. Reykjaneshöfn – gjaldskrá 2025 (2024120134)
Farið var yfir drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2025. Breytingar frá núverandi gjaldskrá byggjast á þróun á einstökum vísitölum og kostnaðarhækkunum.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2025 og að gjaldskráin taki gildi 1. janúar 2025.
Fylgigögn:
Gjaldskrá Reykjaneshafnar
3. Starfsáætlun atvinnu- og hafnarsviðs 2025 (2024120136)
Farið var yfir drög að starfsáætlun atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2025.
4. Hafnasamband Íslands (2024020132)
Fundargerð 467. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 11. nóvember sl. lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 467. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
5. Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða (2024010265)
Hjörtur M. Guðbjartsson og Sigurður Guðjónsson fóru yfir það sem fram kom á fundi sem þeir sátu sem fulltrúar í samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða með umhverfis- og skipulagsráði, þar sem farið var yfir vegtengingar við Njarðvíkurhöfn og tengingu athafnasvæðisins þar við Reykjanesbraut.
Afstaða atvinnu- og hafnarráðs er skýr varðandi það að allar núverandi vegtengingar við Reykjanesbrautina inn í Reykjanesbæ verði áfram til staðar til að standa vörð um þarfir bæði hafna og atvinnulífs. Mikilvægt er að afstaða Reykjanesbæjar sé skýr í þessu máli.
6. Fitjabakki 8 (2024030045)
Á fundinn mætti Elías Kristjánsson lögmaður Reykjaneshafnar.
Farið var yfir erindi frá Í toppformi ehf. um heimild til jarðhitaleitar í tengslum við uppbyggingu hótels og baðlóns á Fitjum og þau álitaefni sem því tengjast.
Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.
7. HB 64 - grænn vistiðngarður (2023100396)
Farið yfir stöðuna í verkefninu HB 64 – grænn vistiðngarður. Opinn kynningarfundur var haldinn í samkomuhúsinu í Sandgerði um verkefnið þann 5. desember sl. þar sem hátt í þrjátíu manns mættu.
Atvinnu- og hafnarráð vill beina því til verkefnahópsins HB 64 að annar kynningarfundur verði haldinn fljótlega á nýju ári í Reykjanesbæ um þetta málefni.
8. Hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn nr. 1430/2024 (2024120135)
Ný hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn nr. 1430/2024 lögð fram en með henni fellur úr gildi eldri hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn nr. 982/2005.
Fylgigögn:
Hafnarreglugerð
9. Skemmtiferðaskip (2024010266)
Samantektir frá Cruise Iceland um fyrirhugaðar gjaldtökur af skemmtiferðaskipum við Íslandsstrendur lagðar fram. Farið yfir það sem fram kom á fundi Markaðsstofu Reykjaness þann 25. nóvember sl. með hagaðilum á svæðinu um móttöku skemmtiferðaskipa á Reykjanesi.
10. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)
Farið var yfir stöðuna í vinnslu á atvinnustefnu Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Frétt um niðurstöðu áTollfrelsi og innviðagjaldi
English version
Skattkerfisbreytingar á Íslandi 25. nóvember 2024
English version
11. Helguvíkurhöfn – Suðurbakki (2024040273)
Farið yfir stöðuna varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurbakka Helguvíkurhafnar.
12. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir mælaborð sviðsins.
13. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2024.