1000. fundur

30.10.2014 11:26

1000. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 30. október 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Samningur við bæjarritara um starfslok (2014100434)
Bæjarráð samþykkir erindi bæjarritara um starfslok.  Bæjarritari verður í 60% starfi í þrjá mánuði eftir áramót og lætur af störfum 31. mars 2015.

2. 6. mál bæjarstjórnar 21/10´14 sem er 5. mál fundargerðar samráðsnefndar USK frá 11/9´14  (2014010203)
Framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir á fundinn

Málið er innan gildandi skipulags og vísar bæjarráð málinu til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

3. Viðaukar við leigusamninga við Nesvelli vegna hjúkrunarheimilis (2014070266)
Bæjarráð samþykkir viðauka við leigusamninginn frá 19. maí 2014. Einnig voru kynntir samningar um húsráð Nesvalla og viðaukasamningur um rekstur hjúkrunarrýma í Reykjanesbæ. Bæjarstjóra falið að vinna frekar í málinu.

4. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 24/10´14 (2014100394)
Lagt fram.

5. Erindi framkvæmdastjóra SSS v/niðurlagningu Héraðsnefndar Suðurnesja (2014100328)
Bæjarráð tekur undir tillögu stjórnar SSS um að leggja formlega niður Héraðsnefnd Suðurnesja en stjórn SSS hefur nú þegar tekið yfir hlutverk hennar.

6. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis) (2014100371)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0017.html
Lagt fram.

7. Umsókn Samtaka um kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir árið 2015 (2014100329)
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

8. Áskorun kennara við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar til bæjarstjórnar (2014100426)
Lagt fram.

9. Fjárhagsáætlun BS 2015 (2014100437)
Lagt fram.

10. Rekstraruppgjör janúar - júlí 2014 (2014050353)
Lagt fram.

11. Skýrsla KPMG (2014030489)
Áður til umræðu 23. október s.l.

Skýrslan er komin á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.