1002. fundur

13.11.2014 13:26

1002. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. nóvember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson bæjarritari.

Í upphafi fundar óskaði Kristinn Jakobsson fulltrúi framsóknarflokks að bóka eftirfarandi:
Ég lýsi undrun minni á að 5. máli síðasta bæjarstjórnarfundar, tillaga að verklagsreglum um fundarritun, sem vísað er til bæjarráðs er ekki tekið til umræðu og afgreiðslu á þessum fundi bæjarráðs eins og hefð er fyrir. Þetta lýsir dæmigerðum starfsháttum núverandi meirihluta. Fresta og hunsa.

Kristinn Jakobsson.

1. Sóknin - hagræðing um 500 milljónir - stöðuskýrsla (2014110194)
Síðan var gengið til dagskrár og mætti Oddur Jónsson hjá KPMG er fór yfir stöðuskýrslu vegna hagræðingar.

2. Rekstraruppgjör janúar - september 2014 (2014050353)
Mætt var á fundinn Þórey Guðmundsdóttir fjármálastjóri er fór yfir uppgjörið.

3. 1. mál bæjarráðs 6/11´14 - Minnisblað um almenningssamgöngur (2014110011)
Mættur var á fund bæjarráðs Guðlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri USK.  Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn um almenningssamgöngur við SBK um eitt ár að teknu tilliti til þeirra breytinga sem kynntar voru á fundinum.

4. Innkaupamál hjá Reykjanesbæ (2014110188)
Framkvæmdastjóri USK Guðlaugur Sigurjónsson sat einnig undir þessum lið.  Lagt fram.

5. Leigu- og þjónustusamningur vegna sjúkraþjálfunar á Nesvöllum (2014110195)
Bæjarráð samþykkir samninginn 5-0.

6. 12. mál bæjarráðs 6/11´14 (2014110066)

Lagt fram á fundinum

Guðbrandur Einarsson
Bæjarráð samþykkir 5% lækkun á föstum launum bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna sem kynntar verða samhliða öðrum aðhaldsaðgerðum í  fjárhagsáætlun 2015.  Samþykkt 5-0.

7. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 4/11´14 (2014010709)
Fundargerðin verður til afgreiðslu í bæjarstjórn 18. nóvember n.k.

8. Fundargerð stjórnar Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 5/11´14 (2014110109)
Lagt fram.

9. Fundagerðir stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 4/4´14, 22/9 og 24/10´14 (2014020292)
Lagt fram.

10. Fundargerð stjórnar Hljómahallar 6/11´14 (2014010407)
Lagt fram.

11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31/10´14 (2014020154)
Lagt fram.

12. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs (2014110081)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0026.html
Lagt fram.

13. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili (2014110180)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0033.html
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2014.