1005. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 4. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00
Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir varamaður, Baldur Guðmundsson varamaður, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.
1. Skýrsla starfshóps um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar (2014120040)
Bæjarráð þakkar starfshópnum góð vinnubrögð en ákvörðun um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar verður tekin á næsta fundi bæjarráðs.
2. Málefni Manngildissjóðs (2014120033)
Bæjarráð samþykkir að leggja niður Manngildissjóðinn í núverandi mynd og fjármagn til hinna ýmsu sjóða og samninga sveitarfélagsins komi beint í gegnum fjárhagsáætlanir einstakra sviða.
3. Reglur um laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Reykjanesbæ - áður á dagskrá bæjarráðs 6/11´14 (2014110066)
Lagt fram.
4. Málefni Íslendings/Útlendings vegna hluthafafundar (2014120036)
Bæjarritari gerir grein fyrir málinu
Bæjarráð samþykkir að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fari með atkvæði bæjarsjóðs á hluthafafundi félagsins sem haldinn verður mjög fljótlega.
5. 2. mál bæjarráðs 20/11´14 v/skuld BS við SSS (2014110257)
Á 1003. fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 20. nóvember s.l. var lagt fram erindi slökkviliðsstjóra dags. 7. nóvember 2014 varðandi bókun 2. máls 243. fundar stjórnar BS vegna fyrirhugaðrar lántöku BS hjá Landsbanka til uppgjörs á skuld BS við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fram kemur að stjórn BS hafi samþykkt að taka lán í formi yfirdráttar hjá Landsbankanum að fjárhæð allt að kr. 130.000.000,- að viðbættum vöxtum til uppgjörs á skuldinni. Gjalddagi er 10. janúar 2015. Til tryggingar á láninu verði ábyrgð aðildarsveitarfélaga BS.
Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti og fellst á að takast á hendur ábyrgð (pro rata) á láninu sem nemur eignarhlutdeild sveitarfélagsins Reykjanesbær í BS.
6. Málefni BS (2014110356)
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir málinu.
7. Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014–2018 (2014110445)
Lagt fram.
8. Erindi Björgvins Ívars Baldurssonar v/ leigusamning vegna Hafnargötu 38 (2014110435)
Baldur Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og samþykkir í framhaldi að auglýsa húsið til leigu og eða sölu og felur bæjarstjóra að vinna í málinu.
9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 21/11´14 (2014020154)
Lagt fram.
10. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 26/11´14 (2014040211)
Lagt fram.
11. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna (2014110444)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0551.html
Lagt fram.
12. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót) (2014120002)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0035.html
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.