1006. fundur

11.12.2014 12:56

1006. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 11. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Böðvar Jónsson aðalmaður Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Anna Lóa Ólafsdóttir varamaður, Elín Rós Bjarnadóttir varamaður, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015 (2014120008)
Fjármálastjóri og Oddur Jónsson hjá KPMG mæta á fundinn. 

2. 1. mál bæjarráðs 4/12´14 - húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar (2014120040)
Bæjarráð samþykkir framtíðarhúsnæði Hæfingarstöðvarinnar skv. tillögu 1 - Keilisbraut 755 og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

3. Íbúakort Reykjaness - CTS (2014120138)
Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

4. Ósk um ráðningu kennsluráðgjafa á fræðsluskrifstofu (2014120139)
Bæjarráð samþykkir erindið.

5. Ósk um ráðningu starfsmanns í afleysingar í Holtaskóla (2014120140)
Erindinu frestað.

6. Ósk um ráðningu umsjónarmanns skólabyggingar Heiðarskóla (2014120141)
Bæjarráð samþykkir erindið.

7. Ósk um ráðningu í tímabundna afleysingu stuðningsfulltrúa (2014120142)
Bæjarráð samþykkir erindið.

8. Ósk um ráðningu starfsmanns skóla í Njarðvíkurskóla (2014120143)
Bæjarráð samþykkir erindið.

9. Ósk um tímabundna ráðningu íþróttakennara í Njarðvíkurskóla (2014120145)
Bæjarráð samþykkir erindið.

10. Fundargerð stjórnar Hljómahallar 4/12´14 (2014010407)
Lagt fram.

11. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.) (2014120088)
Lagt fram.

12. Fundargerð Framtalsnefndar FFR 8/12´14 (2014120151)
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.