1008. fundur

23.12.2014 12:20

1008. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 23. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 08:15

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Beiðni framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs um millifærslu milli lykla (2013090458)
Bæjarráð samþykkir erindið.

2. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015-2018 (2014120008)
Mætt var á fund bæjarráðs Þórey Guðmundsdóttir fjármálastjóri.  Tillaga sjálfstæðismanna frá síðasta fundi bæjarstjórnar um að fella út tjaldsvæði í fjárhagsáætlun samþykkt 5-0.  Tillaga sjálfstæðismanna um að umönnunargreiðslur falli ekki niður sbr. fjárhagsáætlun felld með 3 atkvæðum meirihlutans.

Fjárhagsáætlun 2015 vísað til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar 30. desember n.k.

3. Starfsmannahald (2014010041)
Erindi Myllubakkaskóla v/stuðningsfulltrúa

Bæjarráð samþykkir erindi Myllubakkaskóla um að ráða stuðningsfulltrúa í 5. bekk frá og með næstu áramótum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 30. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.