1013. fundur

05.02.2015 13:06

1013. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 5. febrúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Tillaga að bakvaktafyrirkomulagi FFR (2015010022)
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá málinu.

2. 4. mál bæjarráðs 15/1´15 - kauptilboð í fasteignina Hafnargötu 38 (2014110435)
Bæjarráð samþykkir tilboðsverð Fagrablaks frá Keflavík ehf. að upphæð kr. 16. milljónir gegn því að fjármögnun sé tryggð.

3. Erindi forstöðumanns Ráðgjafardeildar v/ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk (2015010022)
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að skoða málið frekar í samráði við forstöðumann Ráðgjafardeildar.

4. Óskir um starfsmannaráðningar á fræðslusviði (2014120198)
a) starfsmann í leikskólann Garðasel
b) kennara í Háaleitisskóla

Bæjarráð samþykkir erindið.

5. Ósk um ráðningu á menningarsviði (2015020038)
Bæjarráð samþykkir erindi framkvæmdastjóra menningarsviðs.

6. Umsókn um rekstrarleyfi til að reka veitingastað í flokki III að Hafnargötu 28 ásamt umsögn byggingarfulltrúa (2014100518)
Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfi í flokki III fyrir veitingastað að Hafnargötu 28.

7. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög) (2015010777)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0700.html

Lagt fram.

8. Málefni Hæfingarstöðvarinnar (2015010022)
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamningi við HV2 ehf. Skógarbraut 946 Ásbrú vegna Hæfingarstöðvarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu 17. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0 en Baldur Guðmundsson situr hjá í 2. máli.