1018. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 12. mars 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00
Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og fundargerð ritaði Elísabet Magnúsdóttir,
1. Ráðningar sviðsstjóra og Hafnarstjóra hjá Reykjanesbæ (2014110407)
Ráðningarferli sviðsstjóra og hafnarstjóra er lokið.
Lögð var fram greinargerð frá Capacent sem lýsir ráðningarferlinu, mati á umsækjendum ásamt rökstuðningi.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ráðningar:
Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri nýs stjórnsýslusviðs. Ásbjörn er hæstaréttarlögmaður með sveitastjórnarrétt, fasteignarétt, félagarétt, kröfurétt, stjórnsýslurétt og fjármál fyrirtækja sem sérsvið. Ásbjörn hefur starfað á Lögfræðistofu Suðurnesja allan sinn starfsferil. Í störfum sínum sem lögmaður hefur hann unnið mikið fyrir Reykjanesbæ og önnur sveitafélög á Suðurnesjum.
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs. Guðlaugur er byggingafræðingur, með löggildingu í byggingarfræði og mannvirkjahönnun. Guðlaugur starfaði sem byggingarfræðingur á Verkfræðistofu Suðurnesja og sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar auk þess að hafa verið í sjálfstæðum rekstri. Frá 2008 hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs. Helgi er með meistaragráðu í menntunarfræðum frá háskólanum í Edinborg, diplóma í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun auk íþróttakennaraprófs. Helgi var kennari um sex ára skeið en hefur starfað sem skólastjóri síðan 1998; fyrst í Grunnskólanum á Blönduósi en í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði síðan 2006.
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Hera er með BA gráðu í félagsfræði og starfsréttindi sem félagsráðgjafi auk þess að hafa lokið þriggja anna námi í opinberri stjórnsýslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hera starfaði um árabil sem sviðsstjóri félagsmála- og fjölskyldusviðs Vestmannaeyjabæjar en hefur gegnt ýmsum störfum tengt forvörnum, fjölskyldumálum og félagsþjónustu hjá Reykjanesbæ síðan 2006. Síðustu mánuði hefur Hera starfað sem staðgengill framkvæmdastjóra fjölskyldu- og félagssviðs hjá Reykjanesbæ.
Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs. Þórey er með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá háskólanum í Bristol í Englandi. Hún hefur áralanga reynslu í stjórnun fjármála, en hún var forstöðumaður fjárhags- og rekstrarsviðs Umhverfisstofnunar í fjögur ár, fjármálastjóri Lánasjóðs ísl. námsmann í tæpt ár og frá febrúar 2008 hefur hún verið fjármálastjóri / framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Reykjanesbæjar.
Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri. Halldór er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og er í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Hann hefur starfað hjá Reykjanesbæ sl. þrjú ár en var áður sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar. Halldór gegndi jafnframt starfi forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Vesturbyggðar á Bíldudal og var yfirhafnarvörður hafna Vesturbyggðar.
Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon lögðu fram eftirfarandi bókun:
Sjálfstæðismenn samþykkja framlagðar tillögur um ráðningar stjórnenda sviða Reykjanesbæjar.
Við vonum að þeim takist að ná sem fyrst þeim kraftmikla anda og góða starfi sem einkennt hefur bæjarskrifstofur og verkefni sviða bæjarins. Við munum styðja stjórnendur til þess.
Um leið þökkum við þeim fjölmörgu starfsmönnum sem eru að hætta störfum fyrir þeirra frábæra framlag undanfarin ár.
Sú ákvörðun að segja upp samningum við alla starfsmenn á bæjarskrifstofum og þar á meðal við alla framkvæmdastjóra sviða hefur leitt til þess að reynslu- og hæfileikamikið fólk er að hætta störfum hjá bænum líkt og við Sjálfstæðismenn vöruðum við. Þetta hefur áhrif á getu sveitarfélagsins til að halda uppi vandaðri þjónustu og ná margvíslegum þjónustumarkmiðum. Fullyrða má að það hefði ekki gerst hefði samkomulagsleið verið farin til að ná niður launa- og rekstrarkostnaði.
Við hörmum þetta ekki síst vegna þess að sparnaðurinn, sem þessar aðgerðir áttu að hafa í för með sér, reynist nánast enginn.
Kristinn Jakobsson lýsir yfir ánægju sinni með ráðningarnar.
Ráðningar sviðsstjóra og hafnarstjóra samþykktar samhljóða.
2. Brunavarnir Suðurnesja - samantekt KPMG (2014110356)
Bæjarráð samþykkir samning um Brunavarnir Suðurnesja BS um stofnun byggðasamlags með þeim fyrirvara að samkomulag stofnaðila um skipan stjórnar og fleiri mál liggi fyrir.
3. Reglur um laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Reykjanesbæ - áður á dagskrá bæjarráðs 4/12´14 (2014110066)
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.
4. Viðhald fasteigna eignasjóðs - Ársskýrsla 2014 (2015030141)
Skýrslan lögð fram. Bæjarráð þakkar fyrir sérstaklega vel unna skýrslu.
5. Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks (2015030151)
Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon leggja fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi fjölmargra uppsagna og brotthvarfs starfsfólks og ennfremur lítils fjárhagslegs ávinnings fyrir bæjarsjóð leggja undirritaðir til að fyrri ákvarðanir um uppsögn á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum verði teknar til endurskoðunar.
Tillagan felld með þremur atkvæðum meirihlutans.
6. Erindi bardagadeilda í Reykjanesbæ v/húsnæðismál (2015030052)
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.
7. Ályktanir aðalfundar FEBS frá 7. mars s.l. (2015030150)
Lagt fram.
8. Starfsmannamál hjá Fræðslusviði (2014120198)
a) beiðni um heimild til ráðningar matráðs/kokks á Tjarnarseli
b) beiðni um heimild til ráðningar starfsmanns á Holti
Bæjarráð samþykkir heimild til ráðningar matráðs/kokks á leikskólanum Tjarnarseli og ráðningu starfsmanns á leikskólann Holt.
9. Tilkynning um vetrarfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 27. mars n.k. (2015030136)
Lagt fram.
10. Tilkynning um landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 17. apríl n.k. (2015010747)
Lagt fram.
11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/2´15 (2015020070)
Fundargerðin lögð fram til upplýsinga.
12. Vindorka í Reykjanesbæ (2015030166)
Gerður B. Pálmarsdóttir fyrir hönd E.A.B. hefur óskað eftir viðræðum við Reykjanesbæ um hugsanlega staðsetningu vindmylla innan landamarka sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
13. Aðalfundur HS Veitna hf. (2015010022)
Tilnefndir fulltrúar Reykjanesbæjar í stjórn HS Veitna hf. verða eftirfarandi: Aðalmenn Gunnar Þórarinsson, Guðný B. Guðmundsdóttir, Böðvar Jónsson og Magnea Guðmundsdóttir. Varamenn Guðbrandur Einarsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Árni Sigfússon og Ingigerður Sæmundsdóttir.
Formaður bæjarráðs fer með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.