1019. fundur

19.03.2015 11:27

1019. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 19. mars 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir varafulltrúi og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.
Gestur fundarins var Ásbjörn Jónsson væntanlegur framkvæmdastjóri Stjórnsýslusviðs.


1. Rekstraruppgjör janúar 2015 (2015030259)
Lagt fram.

2. Ráðstöfun á fjármagni vegna HS Veitna hf. (2015030264)
Lagt fram.

3. Samruni Tjarnargötu 12 ehf. og Þróunarsjóðs Reykjanesbæjar hf. (2014120252)
Áður á dagskrá bæjarráðs 18/12´14

Samþykkt 5-0 sameining Tjarnargötu 12 ehf. og Þróunarsjóðs Reykjanesbæjar hf. miðað við 30. júní 2014 þar sem Þróunarsjóður Reykjanesbæjar hf. sameinast Tjarnargötu 12 ehf.
Tilgangur beggja félaganna er rekstur og útleiga fasteigna en bæði félögin eru 100% í eigu Reykjanesbæjar.  Ástæða sameiningar félaganna tengist einföldun á rekstri B hluta félaga.

4. Tilkynning um aðalfund í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. 25. mars n.k. (2015030265)
Formaður bæjarráðs fer með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

5. Starfsmannamál hjá fjármála- og stjórnsýslusviði (2015030260)
a) Beiðni um heimild til ráðningar rekstrarfulltrúa (sérfræðings) á fjármálasvið
b) Beiðni um heimild til ráðningar bókara á fjármálasvið
c) Beiðni um heimild til ráðningar innheimtufulltrúa á fjármálasvið
d) Beiðni um heimild til ráðningar gjaldkera á fjármálasvið
e) Beiðni um heimild til ráðningar þjónustustjóra á stjórnsýslusvið
f) Beiðni um heimild til ráðningar þjónustufulltrúa á stjórnsýslusvið
g) Beiðni um heilmild til ráðningar skjalavarðar á stjórnsýslusvið
h) Beiðni um heimild til ráðningar rekstrarfulltrúa á fjármálasviði

Bæjarráð samþykkir beiðnir um heimild til ráðningar á viðkomandi sviðum.

6. Starfsmannamál hjá fræðslusviði (2014120198)
a) Beiðni um heimild til ráðningar kennara, stuðningsfulltrúa og starfsmenn í frístundaskólann í Akurskóla
b) Beiðni um framlengingu ráðningarsamnings við leiðbeinanda í Akurskóla
c) Beiðni um heimild til ráðningar tveggja stuðningsfulltrúa í Holtaskóla
d) Beiðni um heimild til ráðningar í fjórar stöður kennara í Holtaskóla
e) Beiðni um heimild til ráðningar grunnskólakennara á forfallaskrá í Njarðvíkurskóla

Bæjarráð samþykkir heimild til ráðningar á fræðslusviði sbr. erindið.

7. Erindi IÞ Tréverks ehf. varðandi gatnagerðar- og fasteignagjöld (2015030218)
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra og honum falið að svara erindinu miðað við umræður á fundinum.

8. Fundargerð stjórnar Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 4/3´15 (2015010586)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 20/2´15 (2015020380)
Lögð fram.

10. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 28/1´15 (2015030085)
Lögð fram.

11. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 18/2´15 (2015030213)
Lögð fram.

12. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna (2015030251)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0101.html

Móttekið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.