1020. fundur

26.03.2015 10:53

1020. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 26. mars 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður,  Baldur Guðmundsson varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Elísabet Magnúsdóttir fundarritari.


1. Rekstraruppgjör janúar og febrúar 2015 (2015030259)
Lagt fram.

2. Gjaldtaka í almenningssamgöngur (2015030369)
Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs lagt fram.

3. 3. mál bæjarráðs 22/1´15 - samkomulag veitinga- og skemmtistaða við lögregluna á Suðurnesjum og Reykjanesbæ (2015010582)
Bæjarráð samþykkir samkomulag veitinga- og skemmtistaða við lögregluna á Suðurnesjum og Reykjanesbæ og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
Bæjarráð vill benda á að samkomulagið gildir einungis í sex mánuði og verður endurskoðað m.t.t árangurs reglulega.

4. 10 ára aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar (2015030128)
Lagt fram svar innanríkisráðuneytisins dags. 20 mars s.l. þar sem samþykktur er frestur til að leggja fram aðlögunaráætlun fyrir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til 31. ágúst n.k.

5. 2. mál bæjarstjórnar 17/3´15 sem er 2. mál fjölskyldu- og félagsmálaráðs 9/3´15 - málefni innflytjenda (2015010174)
Bæjarráð samþykkir að greiða ferðakostnað vegna lögfræðiráðgjafar til innflytjenda auk afnota af skrifstofuhúsnæði Fjölskylduseturs.

6. Starfsmannamál hjá fræðslusviði (2014120198)
a) Beiðni um heimild til að ráða kennara í Heiðarskóla
b) Beiðni um heimild til að ráða kennara í Njarðvíkurskóla
c) Beiðni um heimild til að ráða deildarstjóra og leikskólakennara á Heiðarsel

Bæjarráð samþykkir heimild til ráðningar kennara í Heiðarskóla, kennara í Njarðvíkurskóla og deildarstjóra og leikskólakennara á leikskólann Heiðarsel.

 

7. Starfsmannamál hjá menningarsviði (2015030366)
a) Beiðni um heimild til ráðningar safnfulltrúa í Duus Safnahúsi

Bæjarráð samþykkir heimild til ráðningar safnfulltrúa í Duus Safnahúsi.

8. Áskorun stjórnar foreldrafélags Heiðarsels vegna bílastæðavanda við leikskólann Heiðarsel (2015030329)
Bréfið móttekið og felur bæjarráð bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að skoða málið.

9. 7. mál fundargerðar stjórnar SS frá 12/3´15 - framkvæmd umhverfisdaga (2015010510)
Bæjarráð óskar eftir hugmyndum frá umhverfis- og skipulagssviði um framkvæmd umhverfisdaga (hreinsunardaga) í samstarfi við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

10. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun (2015030274)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0172.html

Lagt fram án athugasemda.


Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.