1026. fundur

21.05.2015 12:56

1026. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 21. maí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Anna Lóa Ólafsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson fundarritari.


1. Drög að stjórnskipulagi einstakra sviða (2014110407)
Arnar Jónsson frá Capacent mætir á fundinn

Tillögur kynntar og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

2. Almenningssamgöngur - áður á dagskrá 26/3´15 (2015030369)
Framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir á fundinn

Tillögur kynntar og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

3. Ársfjórðungsuppgjör Reykjanesbæjar (2015030259)
Lagt fram á fundinum

Ársfjórðungsuppgjör fyrir 01.01- 31.03.2015 kynnt.

4. Minnisblað frá Deloitte (2014080481)
Minnisblaðið lagt fram.

5. Samningur við Björgunarsveitina Suðurnes (2015050238)
Samningur við björgunarsveitina lagður fram og samþykktur.

6. 3. mál bæjarráðs 30/4´15 - tilboð í eignarhlut Reykjanesbæjar í Hreyfingu ehf. (2015040252)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu

Samþykkt að selja hlutinn skv. tilboði Hreyfingar.

7. 4. mál bæjarráðs 7/5´15 - minnisblað Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (2015050016)
Bæjarráð getur ekki orðið við erindi skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

8. Starfsmannamál hjá fræðslusviði (2014120198)
Ósk um ráðningu deildarstjóra og tveggja starfsmanna á Hjallatún

Bæjarráð samþykkir ráðningar á Hjallatúni.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Hólsfjall ehf. um breytingu á rekstrarleyfi til að reka gististað  í flokki V að Klettatröð 10 (2015050240)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Ívars Rafns Þórarinssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I (heimagisting) að Steinási 25 (2015050241)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Gistiheimilis Njarðvíkur um leyfi til að reka gististað  í flokki I (heimagisting) að Grænásbraut 506 (2015050242)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Umsagnarmál hjá nefndasviði Alþingis (2015050236)
a) Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál
http://www.althingi.is/altext/144/s/0478.html
b) Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál
http://www.althingi.is/altext/144/s/0456.html

Lagt fram til kynningar.

Varðandi mál 361 samþykkir bæjarráð eftirfarandi bókun:
Reykjanesbær mun bjóða Landhelgisgæsluna og innanlandsflugið velkomið til Keflavíkurflugvallar ef og þegar flugvellinum í Vatnsmýri verður lokað.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Guðný Birna Guðmundsdóttir situr hjá í 10 lið.  Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.