1027. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 28. maí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00
Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Anna Lóa Ólafsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Hraðlestarverkefni (2015050239)
Málinu frestað.
2. Ársfjórðungsuppgjör Reykjanesbæjar (2015030259)
Þórey I. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Regína Guðmundsdóttir deildarstjóri reikningshalds mæta á fundinn
Lagt fram og samþykkt.
3. Fjárhagsáætlunarferli Reykjanesbæjar (2015050317)
Þórey I. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætir á fundinn
Lagt fram til kynningar.
4. 1. mál bæjarráðs 21/5´15 - drög að stjórnskipulagi einstakra sviða (2014110407)
Fulltrúar sjálfstæðismanna leggja fram eftirfarandi breytingartillögu við nýtt stjórnskipulag:
Ekki verði farið í uppsögn á tveimur starfsmönnum eins og lagt er til í tillögum að nýju endurskoðuðu stjórnskipulagi.
Greinargerð: Við teljum mikla öryggishættu fólgna í að einn forstöðumaður hafi yfirumsjón 8 til 10 íþróttamannvirkja þar á meðal almenningssundlauga. Þá teljum við að með þessu skipulagi missi forvarnastarf gild þar sem stjórnun þess málaflokks verði ómarkviss. Við teljum að fyrirhugaðar uppsagnir á starfsmönnum sem hafa mesta reynslu á sviði forvarna- og æskulýðsverkefna og íþróttamála séu óskynsamlegar og séu ekki til að styrkja starfsanda og þekkingarstíg á bæjarskrifstofum.
Tillagan felld með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum sjálfstæðismanna.
Bæjarráð samþykkir nýtt stjórnskipulag samhljóða sem tekur gildi þann 1. júní nk.
Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun.
Endurskoðun á stjórnskipulagi Reykjanesbæjar var eitt af þeim atriðum sem ákveðið var að fara í tengslum við Sóknina. Bæjaryfirvöld samþykktu að ráða Arnar Jónsson frá Capacent sem ráðgjafa að verkefninu en hann hefur um árabil unnið að slíkum málum fyrir Reykjanesbæ og fleiri af stærstu sveitarfélögum landsins. Eftir samtöl Arnars í vetur við framkvæmdastjóra einstakra sviða, og hóp lykilstarfsmanna sem þeir tilnefndu, vann hann tillögu að nýju skipuriti sem gerði ráð fyrir fækkun sviða, breytta verkaskiptingu og aukinni skilvirkni. Áhersla hefur verið lögð á lögboðna grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þegar gengið hafið verið frá ráðningu sviðsstjóra hinna nýju sviða hófst vinna þeirra við að útfæra sína svið, dreifa og eða breyta verkefnum og manna þau. Þeirri vinnu er nú að mestu lokið. Þótt enn eigi eftir að ráða í einstaka störf liggur heildarmyndin fyrir og ekkert til fyrirstöðu að nýtt stjórnskipulag taki gildi frá og með 1. júní nk. Í sumar og haust verður svo áfram unnið að innleiðingu skipulagsins í samráði við stjórnendur og starfsmenn. Bæjarráð vill þakka öllum sem að þessari vinnu hafa komið og þá sérstaklega starfsmönnum Reykjanesbæjar sem hafa mátt búa við allnokkra óvissu á meðan á þessum breytingum hefur staðið. Nú er þeirri óvissu lokið og mikilvægt að bæjaryfirvöld og starfsmenn snúi bökum saman svo Reykjanesbæ takist, hér eftir sem hingað til, að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu á sem skilvirkastan hátt.
5. Málefni Víkingaheima (2015010101)
Málinu frestað.
6. 2. mál bæjarráðs 21/5´15 - almenningssamgöngur (2015030369)
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Umhverfis og skipulagssviðs að undirbúa samningaferlið.
7. Krafa um íbúakosningu (2015050018)
Bæjarráð telur skv. lögum að ekki sé hægt að hafna ósk íbúa um undirskriftasöfnunina. Bæjarráð samþykkir því fyrir sitt leyti að heimila undirskriftasöfnun sem óskað var eftir með tilkynningu dags. 4. maí sl. og var lögð fram í bæjarráði þann 7. maí sl. Í 108. gr. og 107. gr. sveitarstjórnarlaga og í reglugerð nr. 155/2013 er kveðið m.a. á um þann tíma sem undirskriftasöfnunin má taka. Almennt stöðva ákvarðanir sem þessar ekki það ferli sem þegar er hafið. Reykjanesbær mun því fyrir sitt leyti standa við gerða samninga. Formanni bæjarráðs og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs er falið að vinna að framhaldi málsins.
Kröfu frá 12 maí sl. um bindandi íbúakosningu er hafnað.
Samþykkt samhljóða.
Undirritaðir telja óeðlilegt og óþarft að halda íbúakosningu um mál sem þegar hefur verið tekin ákvörðun um í bæjarstjórn auk þess sem afturköllun samninga sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt myndi án vafa leiða til skaðabótaskyldu fyrir bæjarsjóð. Hér er tekin ákvörðun um að Reykjanesbær muni standa við gerða samninga um uppbyggingu Thorsil í Helguvík og óundirritaðri kröfu frá 12. maí um bindandi íbúakosningu er hafnað af bæjarráði. Erfitt er því að átta sig á því til hvers undirskriftasöfnunin er haldin.
Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson
8. Starfsmannamál hjá fræðslusviði (2014120198)
a) Beiðni um heimild til að ráða fjóra starfsmenn skóla í Heiðarskóla
b) Ósk um heimild til að ráða í tímabundna stöðu leikskólakennara á Garðasel
c) Ósk um heimild til að ráða kennarastöðu við Heiðarskóla.
Bæjarráð samþykkir ofangreindar ráðningar.
9. Tillaga bæjarstjóra að breyttu fyrirkomulagi við ráðningar í laus störf (2015050322)
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
10. Ályktun aðalfundar Skólastjórafélags Reykjaness frá 7/5´15 (2015050279)
Lagt fram.
11. Fundargerð stjórnar Almannavarnarnefndar 13/5´15 (2015040107)
Lagt fram. Bæjarráð samþykkir drög af samþykktum fyrir Almannavarnir Suðurnesja utan Grindavíkur fyrir sitt leiti.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.