1033. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 16. júlí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00
Mættir : Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða (2015070095)
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarráðuneytisins.
Lagt fram. Sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að gera grein fyrir afstöðu Reykjanesbæjar
2. Rekstraruppgjör janúar til maí 2015 (2015030259)
Lagt fram.
3. Skýrsla stýrihóps um Flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu (Rögnunefndin) (2015070202)
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29311
Bæjarráð Reykjanesbæjar gerir athugasemdir við þá aðferð sem beitt var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs og koma fram í skýrslu svokallaðrar Rögnunefndar. Telja verður furðulegt að ekki voru skoðaðir þeir kostir sem augljósastir eru fyrir innanlandsflug þ.e. Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur.
Að komast að þeirri niðurstöðu að rétt sé að staðsetja nýjan flugvöll í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli með tilheyrandi kostnaði, er auðvitað óskiljanlegt, þegar nánast allir innviðir fyrir innanlandsflugið eru tilbúnir í Keflavík. Bæjarráð áréttar fyrri skoðun sína að ef og þegar ákveðið verður að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík er Keflavíkurflugvöllur skynsamlegasti kosturinn.
4. Málefni eldri borgara - stefnumótun sveitarfélaga á Suðurnesjum (2015070124)
Sveitarfélagið Garður hefur óskað eftir því að sveitarfélögin á Suðurnesjum haldi sameiginlegan stefnumótunarfund um málefni eldri borgara á Suðurnesjum. Bæjarráð tekur undir þessa ósk og leggur til að boðað verður til fundar þann 17. september nk.
5. Erindi sviðsstjóra umhverfissviðs varðandi umbætur á Sunnubraut 31, Sundmiðstöð - Vatnaveröld (2015070110)
Bæjarráð samþykkir erindið.
6. Ósk um nýtt stöðugildi launafulltrúa (2015070230)
Bæjarráð samþykkir að auka við eitt stöðugildi launafulltrúa og rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
7. Tilkynning um verkfallsboðun skipstjórnarmenntaðra starfsmanna hafna sveitarfélaga (2015070096)
Lagt fram.
8. Erindi Hestamannafélagsins Mána varðandi fasteignagjöld af Sörlagrund 6 (2015070026)
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignagjöldum til handa Hestamannafélaginu Mána vegna Sörlagrundar 6
9. Styrkbeiðni frá Fjölskylduhjálp Íslands ásamt umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs (2015070034)
Bæjarráð hefur ekki tök á að verða við erindinu að þessu sinni.
10. Erindi Guðmundar R. Lúðvíkssonar varðandi Norðurljósaskúlptúr ásamt umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs (2015070090)
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram með málið.
11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum varðandi umsókn Iceland Explore Tours ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Hólagötu 35 (2015070122)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum varðandi umsókn Víkingaheima ehf. um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II að Víkingabraut 1 (2015070123)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum varðandi umsókn Katrínar Níelsdóttur um leyfi til reksturs gististaðar (heimagisting) í flokki I að Klapparstíg 5 (2015070151)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum varðandi umsókn Jóns Guðlaugssonar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Klettási 27 (2015070190)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
15. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum varðandi umsókn B&B Guesthouse ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Hringbraut 92 – endurnýjun rekstrarleyfis (2015070191)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
16. Fundargerðir barnaverndarnefndar 29/6 og 1/7´15 (2015010018)
Lagt fram.
17. Umsagnarmál hjá nefndasviði Alþingis (2015070065)
frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög)
http://www.althingi.is/altext/144/s/1402.html
Lagt fram.
18. 7. mál bæjarráðs 2/7´15 - Arctica Finance hf. (2015060565)
Jón Óttar Birgisson mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.