1034. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 23. júlí 2015 að Tjarnargata 12, kl: 09:00
Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson ritari
Í upphafi fundar var minnst Ólafs Björnssonar fv. útgerðarmanns og fv. bæjarfulltrúa.
1. Beiðni frá Velferðarsviði um aukafjárveitingu (2015070280
Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir umbeðna aukafjárveitingu kr. 900.000,- til að greiða þjónustu vegna tveggja fatlaðra barna og tekið af bókhaldslykli óráðstafað .
2. Reglur um laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og fundarritun starfsmanna hjá Reykjanesbæ (2014110066)
Bæjarráð samþykkir að fela Friðjóni Einarssyni og Böðvari Jónssyni að fara yfir málið.
3. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum varðandi umsókn Dags Vonar ehf. um leyfi til reksturs heimagistingu í flokki I að Bragavöllum 17 (2015070265)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 3/7´15 (2015020070)
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.