1036. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 20. ágúst 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00
Mættir : Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, aðalmaður, Árni Sigfússon, aðalmaður, Böðvar Jónsson, aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Anna Lóa Ólafsdóttir, varamaður, Ásbjörn Jónsson, ritari
1. Staða í viðræðum við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, Ágúst H. Ólafsson og Emil Viðar Eyþórsson mættu á fundinn. Gerðu þeir grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
2. Forsendur og markmið fyrir fjárhagsáætlun 2016 - 2019 (2015080120)
Tímaáætlun fjárhagsáætlunar
Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir forsendur og markmið fyrir fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
3. Launaforsendur fyrir fjárhagsáætlun 2016 (2015080120)
Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir leið 2 í launaforsendum fyrir fjárhagsáætlun 2016.
4. Hringbraut 93b (2015080251)
Erindi frá sviðsstjóra umhverfissviðs
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.
5. Varðar hámarkshraða á Reykjanesbraut frá Stekk að Flugstöð Leifs Eiríkssonar (2015080227)
Erindi frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum
Lagt fram.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Safa ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki I að Hafnargötu 29 (2015080185)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Kiwi veitinga ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hrannargötu 6 (2015080186)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Aðalfundur Hljómahallar-veitinga ehf. 28. ágúst 2015 (2015080259)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2015.
Fundargerðin var samþykkt 11-0. Til máls tóku Árni Sigfússon, Kristinn Þór Jakobsson, Friðjón Einarsson, Magnea Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Böðvar Jónsson við afgreiðslu fundargerðar.