1039. fundur

10.09.2015 14:33

1039. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. september 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Elín Rós Bjarnadóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 24. - 25. september 2015 (2015090041)
Lagt fram.

2. Móttaka flóttafólks og sveitarfélög  (2015090039)
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna við íslensk stjórnvöld um móttöku flóttamanna og felur  bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna frekar í málinu.

3. Hringbraut 93 B - kaupsamningur og afsal (2015080251)
Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn og afsalið að fjárhæð kr. 4.000.000,- og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupunum og er kaupverðið tekið af bókhaldslykli 31600.

4. Fundarboð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2. og 3. október 2015 (2015090034)
Lagt fram.

5. Staðan í viðræðum við kröfuhafa (2014080481)
Ágúst H. Ólafsson og  Emil Viðar Eyþórsson mættu á fundinn og gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

6. Austurgata 13 - kauptilboð (2015090125)
Bæjarráð samþykkir gagntilboðið að fjárhæð kr. 33.020.000,- og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2015.

Fundargerðin var samþykkt 11-0. Friðjón Einarsson tók til máls við afgreiðslu fundargerðar.