1041. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 24. september 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 08:00.
Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Elín Rós Bjarnadóttir varamaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari
1. Viðbótarsorpgjald (2015090324)
Lagt fram.
2. Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni - ráðstefna 26. október 2015 (2015090329)
Lagt fram til kynningar.
3. Æfingin Northern Challenge 2015 (2015090256)
Lagt fram til kynningar.
4. Tilnefning í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2015090034)
Fundarboð og dagskrá lögð fram. Bæjarráð tilnefnir sem aðalmann Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur og Guðbrand Einarsson sem varamann í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
5. Ársskýrsla og reikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2014 (2015090104)
Lagt fram til kynningar.
6. Ársskýrsla Markaðsstofu Reykjaness 2014 (2015090325)
Lagt fram til kynningar.
7. Ársskýrsla Reykjanes jarðvangs ses 2014 - 2015 (2015090328)
Lagt fram til kynningar.
8. Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar (2015090257)
Lagt fram til kynningar.
9. Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.) til umsagnar (2015090306)
Lagt fram til kynningar.
10. Frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög) til umsagnar (2015090308)
Lagt fram til kynningar.
11. Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðaréttar) til umsagnar (2015090310)
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2015.
Fundargerð samþykkt 11-0. Friðjón Einarsson, Magnea Guðmundsdóttir og Böðvar Jónsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.