1043. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 8. október 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Beiðni um skammtímafjármögnun (2015100063)
Bæjarráð hafnar erindi Reykjaneshafnar þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármögnun hafnarinnar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Nú standa yfir viðræður við kröfuhafa bæjarins um endurskipulagningu skuldbindinga bæjarfélagsins og ef þær viðræður eiga að skila árangri þá er nauðsynlegt að samkomulag náist við helstu kröfuhafa um verulega niðurfellingu skulda og því ljóst að jafnræðis verður að gæta með kröfuhöfum.
2. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 17. september 2015 (2015060299)
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð Fasteigna Reykjanesbæjar 30. september 2015 (2015010586)
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 30. september 2015 (2015030213)
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ 23. september 2015 (2015070009)
Fundargerðin lögð fram.
6. Aukaaðalfundur Samorku 16. október 2015 (2015100062)
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að mæta á fundinn.
7. Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál (2015090383)
http://www.althingi.is/altext/145/s/0015.html
Lagt fram.
8. Fundargerð stjórnar DS 5. október 2015 (2015030003)
Bæjarráð tekur undir tillögu meirihluta stjórnar DS um sölu á Garðvangi og hvetur til þess að eignin verði sett í söluferli hið fyrsta.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. október 2015.
Fundargerð samþykkt 11-0. Kristinn Þór Jakobsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon, Magnea Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson og Kjartan Már Kjartansson tóku við máls við afgreiðslu fundargerðar.