1044. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 15. október 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.
Mættir Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Rekstraruppgjör (2015030259)
Lagt fram.
2. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
3. Íbúakosning (2015080342)
Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi spurning verði lögð fyrir íbúa í íbúakosningunni: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þeirri breytingu sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 2. júní 2015, á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers?
Hlynnt(ur)
Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)
Andvíg(ur)
Bæjarráð samþykkir að kosningin fari fram þann 24. nóvember 2015. kl. 02:00 til 4. desember 2015. kl. 02:00.
4. Erindi til bæjarráðs vegna 50 ára afmælis Stapa (2015100222)
Bæjarráð samþykkir erindið og er það tekið af bókhaldslykli nr. 21-011.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Millvúdd pípulagna ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Túngötu 10 (2015100133)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 8. október 2015 (2015010510)
Lagt fram.
7. Bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs - fundargerðir stjórnar DS dags. 23.09.2015 og 05.10.2015 (2015030003)
Lagt fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. október 2015 (2015010698)
Lagt fram.
9. Fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2. - 3. október 2015 (2015090034)
Lagt fram.
10. Tafabætur vegna hjúkrunarheimilis (2014060348)
Lagt fram.
11. Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar (2015100199)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. október 2015.
Tillaga kom frá Friðjóni Einarssyni um breytingu í 3.máli í fundargerð bæjarráðs fundi nr. 1044 frá 15. október sl. um svarmöguleika kjósenda í íbúakosningunni á þann veg að út úr svarmöguleikunum verður tekinn svarmöguleikinn "hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)" og í staðinn verður látinn inn svarmöguleikinn "skila auðu". Tillagan samþykkt 11-0.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0. Kristinn Þór Jakobsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon, Magnesa Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson og Kjartan Már Kjartansson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.