1045. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 22. október 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Rekstraruppgjör (2015030259)
Lagt fram.
2. Úrskurður Velferðarráðuneytis um undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða (2015100274)
Lagt fram. Í úrskurðinum kemur fram að ráðherra hefur ákveðið að sveitarfélög á Reykjanesi skuli sameiginlega, í einu þjónustusvæði, veita fötluðu fólki þjónustu skv. lögum.
3. Fjárhagsáætlun, viðaukar við fjárhagsáætlun og samanburður við niðurstöðu ársreiknings (2015100240)
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
4. Ársfundur MSS 27. október 2015 (2015100293)
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að mæta á fundinn.
5. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál til umsagnar (2015090383)
http://www.althingi.is/altext/145/s/0237.html
Lagt fram
6. Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar (2015100294)
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/drog-ad-nyrri-reglugerd-um-bokhald-fjarhagsaaetlanir-og-arsreikninga-sveitarfelaga-til-umsagnar-1
Lagt fram.
7. Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 25. júní og 23. september 2015 (2015030085)
Fundargerðirnar lagðar fram.
8. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja bs. 12. október 2015 (2015090411)
Lagt fram.
9. Fundargerð stjórnar DS 19. október 2015 (2015030003)
Lagt fram. Kristinn Þór Jakobsson óskar eftir því að á næsta bæjarstjórnarfundi þann 3. nóvember nk. verði tekið fyrir á sérstökum dagskrálið umræða um samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember nk.
Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.