1050. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 26. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Baldur Guðmundsson varamaður, Ásbjörn Jónsson ritari
1. Fjárhagsáætlun 2016 - 2019 (2015080120)
Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn. Bæjarráð samþykkti óbreytta fjárhagsramma 2016 frá fyrri umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt að lækka afslátt af 2% lóðarleigu úr 35% í 25%.
2. Beiðni um lækkun á gatnagerðagjöldum vegna Smiðjutröð 13 og 15 (2015100472)
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna í málinu.
3. Íbúakosning vegna breytingar á deiliskipulagi (2015080342)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir framkvæmd kosningarinnar.
4. 464. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 19. nóvember 2015 (2015010510)
Fundargerðin lögð fram
5. 16. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 18. nóvember 2015 (2015030213)
Fundargerðin lögð fram.
6. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2015090383)
Lagt fram.
7. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, Ágúst H. Ólafsson, Ólafur A, Sigurðsson hdl. og Emil Viðar Eyþórsson mættu á fundinn. Gerðu þeir grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember nk.
Fundargerð samþykkt 11-0. Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson við afgreiðslu fundargerðar.