1051. fundur

03.12.2015 11:26

1051. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 3. desember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Magnea Guðmundsdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Smiðjutröð 13 og 15 - beiðni um lækkun á gatnagerðargjöldum (2015100472)

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs þar sem um er að ræða tímabundinn lóðarleigusamning,  að gerður verði samningur um greiðslu gatnagerðargjalda sem hlutfall af 50 ára leigusamningi og taki mið að þeim hækkunum sem kunna að verða á tímabílinu.

2. Karlakór Keflavíkur - beiðni um stuðning vegna Kötlumóts 2015 (2015120006)

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afgreiða málið.

3. Almenningssamgöngur 2016 (2015120010)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir tilboði nr.1  frá Hópferðum Sævars Baldurssonar ehf.  Sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarstjóra falið að vinna frekar í málinu.

4. Beingreiðslu- og þjónustusamningar 2016 (2015120013)

Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir endurnýjun samninganna.

5. Niðurstaða hæstaréttar vegna kæru AGC ehf. (2015120011)

Lagt fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. nóvember 2015 (2015020070)

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 27. nóvember 2015 (2015020380)

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 26. nóvember 2015 (2015060299)

Fundargerðin lögð fram.

9. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Lagt fram bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 20. nóvember sl. Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember nk.