1053. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 17. desember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson formaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðný Birna Guðmundsdóttir varamaður, Baldur Guðmundsson varamaður og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Erindi frá Arctica Finance (2015060565)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Jón Óttar Birgisson mættu á fundinn. Málinu frestað til næsta bæjarráðsfundar.
2. Stefna AGC ehf. gagnvart Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. (2015120117)
Lagt fram til kynningar.
3. Hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins - drög að samstarfssamningi um skipulagsmál (2015120208)
Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að vinna frekar í málinu.
4. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Réttarins um leyfi til að reka veitingastað í flokki I að Hafnargötu 51 (2015120114)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Norrænt samstarf (2015120210)
Lagt fram til kynningar og samþykkt að þrír bæjarfulltrúar og þrír embættismenn ásamt bæjarstjóra fari á vinarbæjarmótið í Trollhattan.
6. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 10. desember 2015 (2015010510)
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð Almannavarnarnefndar Suðurnesja 2. desember 2015 (2015040107)
Fundargerðin lögð fram.
8. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn. Ágúst H. Ólafsson var í símasambandi og gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2016.