1054. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 22. desember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðný Birna Guðmundsdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Erindi frá Arctica Finance (2015060565)
Fyrir bæjarráði Reykjanesbæjar liggur tilboð dagsett 10. desember 2015 frá Arctica Finance hf. fyrir hönd viðskiptavinar síns, Magma Energy Sweden ab., til Fagfjárfestingasjóðsins Ork („Fork“) í svokallað Magma-skuldabréf („tilboðið“).
Stærstu kröfuhafar bæjarfélagsins hafa fengið tilboðið sent auk þess sem þeir hafa fengið kynningu á efni þess á fundi.
Á fundinum var tilboðið kynnt bæjarráði Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær er í viðræðum við stærstu kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu sveitarfélagsins en þær viðræður hafa enn ekki skilað árangri. Meðan sú staða er uppi að niðurstaða samninga við kröfuhafa liggur ekki fyrir telur bæjarráð Reykjanesbæjar ekki rétt að mæla með að tilboðinu verði tekið.
2. Hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins (2015120208)
Bæjarráð samþykkir drög að samstarfssamningi um þróun hraðlestar fyrir sitt leyti.
3. Samkomulag um samráðsnefndir (2015120284)
Bæjarráð samþykkir samkomulagið um breytingu á 11. gr. í samstarfssamningi bæjarins og Sjómannadagsráðs, en í því felst að í stað einnar samráðsnefndar sem fjalli sameiginlega um málefni Nesvalla og Hlévangs, starfi tvær aðskildar samráðsnefndir.
4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. desember 2015 (2015010698)
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. nóvember og 11. desember 2015 (2015020070)
Fundargerðirnar lagðar fram.
6. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2016.