1055. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 30. desember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Álagningarhlutfall útsvars 2016 (2015100482)
Lagt fram.
2. Grófin 2 - erindi frá Reykjaneshöfn (2015120341)
Lagt fram og bæjarstjóra falið að skoða málið.
3. Rekstraruppgjör janúar til október 2015 (2015030259)
Lagt fram.
4. Þjónustusamningur við Fasteignir Reykjanesbæjar (2015120343)
Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Fasteignir Reykjanesbæjar og bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.
5. Beiðni um millifærslur (2015120344)
Bæjarráð samþykkir millifærslur skv . greinargerð með fjárhagsáætlun 2015.
6. Beiðni um aðkomu Reykjanesbæjar vegna breytinga á húsnæði (2015120104)
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.
7. Leiðbeiningar um störf almannavarna (2015120345)
Lagt fram.
8. Hvatagreiðslur (2015120346)
Borist hefur erindi um að nýta hvatagreiðslur til móðurmálsfræðslu fyrir börn af erlendu bergi brotnu . Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og vísar erindinu til íþrótta - og tómstundaráðs til afgreiðslu.
9. Uppsögn samninga (2015120347)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim samningum sem búið er að segja upp og væntanlega mun verða sagt upp í byrjun næsta árs.
10. Þjónustusvæði fatlaðs fólks á Suðurnesjum (2015100274)
Lagt fram.
11. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2015090383)
a. Frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/0565.html
b. Frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/0545.html
c. Frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/0643.html
Frumvörpin lögð fram til kynningar.
12. Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 (2014120008)
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
13. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa .
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2016.