1058. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 21. janúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Baldur Guðmundsson varamaður og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Niðurfelling fasteignagjalda vegna andláts maka (2016010615)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.
2. Rekstraruppgjör janúar til nóvember 2015 (2015030259)
Lagt fram.
3. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Orange Car Rental ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Heiðarhorni 15 (2016010371)
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna og upplýsinga.
4. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar 4ever slf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Hafnargötu 54 (2016010472)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Ársskýrslur 2015 (2016010616)
Bæjarráð þakkar fyrir framlagðar skýrslur.
6. Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 20. - 22. apríl 2016 (2016010621)
Lagt fram.
7. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 14. janúar 2015 (2016010530)
Fundargerðin lögð fram.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Vínlæks ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Vesturbraut 13 (2016010596)
Borist hefur afturköllun málsins frá Sýslumanninum á Suðurnesjum dags. 20. 1. 2016.
9. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar nk.