1059. fundur

28.01.2016 12:02

1059. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 28. janúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Hafnargata 2 - HF (2015120093)

Bæjarráð samþykkir að rifa móttökuhúsin að Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ og verður kostnaðurinn tekinn af bókhaldslykli 31.


2. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Orange Car Rental ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Hólmgarði 2c  (2016010371)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með því skilyrði að aldrei verði fleirri en 6  bifreiðar við móttökuna að Hólmgarði 2 c..


3. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Pizza pizza ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki I að Hafnargötu 86 (2016010698)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


4. Málefni Bjargarinnar - geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja (2015070183)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.


5. Beiðni um aðkomu Reykjanesbæjar vegna breytinga á húsnæði (2015120104)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.


6. Samþykki á breyttum veðhafa (2016010758)

Lagt fram.


7. Upplýsingar um aðsókn barna í sund (2016010761)

Lagt fram.


8. Vinabæjarsamskipti við Hjörring (2016010763)

Sveitarfélagið Hjörring hefur með tilkynningu hætt þátttöku i  norrænu vinarbæjarsamstarfi . Bæjarstjóra falið að þakka Hjörring fyrir vinabæjarsamstarfið á liðnum árum..


9. Þjónusta sveitarfélaga 2015 (2016010762)

Lagt fram.


10. Breyting á gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs. (2016010750)

Bæjarráð staðfestir breytingu á gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs. frá 1. janúar 2016


11. Njarðvíkurbraut 51 - 66 - tilboð um leigu (2016010076)

Bæjarráð  felur bæjarstjóra að auglýsa til leigu húsnæðið að Njarðvíkurbraut 51-66 með skilyrðum..


12. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 14. desember 2015 (2015090411)

Fundargerðin lögð fram


13. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 18. janúar 2016 (2016010751)

Fundargerðin lögð fram.


14. Erindi Akstursíþróttafélags Suðurnesja um styrkveitingu eða niðurfellingu fasteignagjalda  (2016010694)

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignagjöldum til handa Akstursíþróttafélagi Suðurnesja vegna Smiðjuvalla 6 n/h.


15. Tillaga að fundarefni vetrarfundar S.S.S. (2016010765)

Bæjarstjóra falið að koma ábendingum á framfæri.


16. Niðurfelling fasteignagjalda vegna andláts maka (2016010615)

Vísað til fjárhagsáætlunar 2017.


17. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Ágúst H. Ólafsson og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson hdl. mættu á fundinn. Gerðu þeir grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar nk.