1060. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 29. janúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 12:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður sem var í símasambandi, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson sem ritaði fundargerð.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa. Lögð fram drög að bréfi til kröfuhafa. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að undirrita bréfið og senda til kröfuhafa. Samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans, fulltrúa Samfylkingar, Beinnar leiðar og Frjáls afls en fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðisflokksins, greiða atkvæði á móti. Kristinn Þór Jakobsson styður ákvörðun meirihlutans.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar nk.