1061. fundur

04.02.2016 11:18

1061. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 4. febrúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður, Baldur Guðmundsson varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.


1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.


2. Forkaupsréttur (2016020005)

Frestað, bæjarstjóra falið að afla fleiri gagna. Friðjón Einarsson vék af fundi.


3. HS Veitur - hluthafafundur 19. febrúar 2016 (2016020018)

Lögð fram tilkynning um hluthafafund þann 19. febrúar nk. og mun Gunnar Þórarinsson fara með atkvæði Reykjanesbæjar á hluthafafundinum.


4. Hljómahöllin - kaup á borðum (2016020019)

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að það rúmast innan fjárhagsáætlunar Hljómahallar fyrir árið 2016.


5. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 14. september 2015 (2015020131)

Lagt fram.


6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Bókhalds, ráðgjafar og þjónustu ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Lyngmóa 14 (2016020007)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Núpunnar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Aðalgötu 10 (2016020008)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. janúar 2016 (2016020009)

Fundargerð lögð fram.


9. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)
a. Frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/0546.html

b. Frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0550.html

c. Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0013.html

Máli a) og b) vísað til Umhverfissviðs.


10. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar (2015110048)

Bæjarráð samþykkir endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar.


11. Fundargerð Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 25. janúar 2016 (2016010799)

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar nk.