1063. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 11. febrúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Forkaupsréttur (2016020005)
Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsréttinn og losnar þar með undan húsaleiguskuldbindingum til 20 ára Friðjón vék af fundi undir þessum dagskrálið.
2. Beiðni um aðkomu Reykjanesbæjar vegna breytinga á húsnæði (2015120104)
Bæjarráð samþykkir að veita aðstoð vegna kaupa og breytinga á húsnæði fyrir vistun á fötluðum einstaklingum. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi.
3. Fjármál Reykjaneshafnar (2015110364)
Bæjarráð samþykkir óskipta ábyrgð á láni til Reykjaneshafnar um endurfjármögnun láns að fjárhæð kr. 18.500.000,- hjá Lánasjóði sveitarfélaga með þeim fyrirvara að kröfuhafar samþykkja þessa ákvörðun bæjarráðs fyrir afgreiðslu lánsins hjá bæjarstjórn.
4. Vinabæjarmót og 100 ára afmælishátíð Trollhättan (2015120210)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
5. Erindi frá Fjármálaeftirlitinu (2016020142)
Lagt fram.
6. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis 2016 (2016010809)
a. Tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0014.html
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar nk.