1065. fundur

25.02.2016 11:26

1065. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 25. febrúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, aðalmaður, Gunnar Þórarinsson, aðalmaður, Árni Sigfússon, aðalmaður, Böðvar Jónsson, aðalmaður, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson, ritari


1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Ágúst H. Ólafsson mætti  á fundinn. Gerði hann grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.


2. HS Veitur - aðalfundur 9. mars 2016 (2016020323)
Fundarboð lagt fram.

Frestað til næsta fundar bæjarráðs.


3. Ímynd Reykjaness - samstarfssamningur (2016020317)

Bæjarráð samþykkir samninginn um bætta ímynd Reykjaness og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.


4. Starfsáætlun Þekkingarseturs Suðurnesja 2016 (2016020293)

Starfsáætlun lögð fram.


5. Beiðni um skýringar vegna upplýsingagjafar (2016020279)
Erindi frá Nasdaq Iceland hf. ( Kauphöllin).

Lagt fram.


6. Lánasjóður sveitarfélaga - framboð til stjórnar (2016020343)
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga lögð fram .

Lagt fram.


7. Samorka - ársskýrsla 2015 (2016010614)

Ársskýrsla 2015 lögð fram.


8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 17. febrúar 2016 (2016020009)

Fundargerðin lögð fram.


9. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 17. febrúar 2016 (2016020324)

Fundargerðin lögð fram.


10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Elos ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hafnargötu 56 (2016020291)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Óðins Þórarinssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Steinási 23 (2016020339)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Guðnýjar Gunnarsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Þórsvöllum 2 (2016020340)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar 3G Gistihúss ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Sólvallagötu 11 (2016020341)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


14. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis 2016 (2016010809)
a. Tillaga til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál. 
http://www.althingi.is/altext/145/s/0390.html

b. Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0732.html

c. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0325.html

d. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0227.html

e. Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0150.html

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. mars nk.