1066. fundur

03.03.2016 11:43

1066. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 3. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Baldur Guðmundsson varamaður, Magnea Guðmundsdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Ágúst H. Ólafsson var í símasambandi og gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.


2. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Bílaleigu Keflavíkur ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Iðavöllum 1  (2016020405)

Afgreiðslu málsins er frestað.


3. Gisting í grunnskólum Reykjanesbæjar (2016030029)

Bæjarráð samþykkir að taka málið inn á dagskrá fundarins. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gjald fyrir gistingu í skólum verður kr. 850 fyrir hvern einstakling hverja nótt. Veittur verður 70% afsláttur af gjaldinu til íþróttafélaga bæjarins þegar um fjölliðamót á þeirra vegum er að ræða.  Baldur Guðmundsson situr hjá.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. mars nk.