1067. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 9. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Baldur Guðmundsson varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn. Ágúst H. Ólafsson frá Deloitte var í símasambandi og gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
2. HS Veitur - aðalfundur 9. mars 2016 (2016020323)
Bæjarráð leggur til að eftirtaldir verði kjörnir í stjórn HS Veitna hf. Aðalmaður Gunnar Þórarinsson varamaður Guðbrandur Einarsson, aðalmaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir varamaður Kolbrún Jóna Pétursdóttir, aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir, varamaður Ingigerður Guðmundsdóttir, aðalmaður Árni Sigfússon, varamaður Böðvar Jónsson. Samþykkt að formaður bæjarráðs fari með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.
3. Reglur um félagslega þjónustu (2015050102)
Bæjarráð samþykkir reglur um félagslega þjónustu.
4. Erindi frá Fjármálaeftirlitinu (2016020142)
Lagt fram bréf Fjármálaeftirlitsins með tilkynningu um að málinu sé lokið.
5. XXX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 8. apríl 2016 (2016030039)
Bæjarráð samþykkir að Kolbrún Jóna Pétursdóttir taki sæti Önnu Lóu Ólafsdóttur sem varafulltrúi á XXX. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
6. Beiðni um skýringar vegna upplýsingagjafar (2016020279)
Lagt fram svarbréf Reykjanesbæjar dags. 1. mars 2016 til Nasdaq Iceland hf.
7. Millifærslur innan A hluta 2015 (2016030092)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir heimild til að bóka í einskiptisaðgerð stöðu aðalsjóðs, eignasjóðs og þjónustumiðstöð þann 1.1. 2015 og færist sem óreglulegir liðir. Staðan í árslok 2015 færist sem tekjur og gjöld hjá aðalsjóði, eignasjóði og þjónustumiðstöð. Millifærslurnar hafa engin áhrif á niðurstöðu bæjarsjóð.
8. Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum 9. febrúar 2016 (2016020253)
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 4. mars 2016 (2016030084)
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. janúar og 26. febrúar 2016 (2016030042)
Fundargerðirnar lagðar fram.
11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Millvúdd pípulagna ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III að Túngötu 10 - 12 (2016030057)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Efstahóls ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Njarðarbraut 1 (2016020194)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis 2016 (2016010809)
a. Tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0304.html
b. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0032.html
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. mars 2016.