1075. fundur

26.05.2016 15:08

1075. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 26. maí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

 

1. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)


Lagt fram bréf frá Reykjanesbæ dags. 23. maí s.l., bréf frá  Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 23. maí s.l. ásamt bréfi frá kröfuhöfum Reykjaneshafnar dags. 24. maí 2016.   Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

2. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa frá 6. maí 2016 (2016010191)

Málinu frestað.

 

3. Ósk um að Reykjaneshöllin beri nafnið Phillipshöllin næstu þrjú árin (2016050005)

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um breytingu á nafni íþróttahússins.

 

4. Sjálfbært Ísland (2016050277)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

5. Rekstur Nesvalla árið 2015 (2016050279)

Lagt fram til kynningar.  Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

 

6. Ráðning leikskólastjóra Heiðarsels (2016050183)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs  og Kristin Helgadóttir leikskólafulltrúi, mættu á fundinn.  Sviðsstjóri fræðslusviðs mælir með Hönnu Málfríði Harðardóttur í stöðu leikskólastjóra. Tvær tillögur liggja fyrir um ráðningu leikskólastjóra. Tillaga A er að ráða Hönnu Málfríði Harðardóttur. Tillaga B er að ráða  Ólöfu Kristínu Guðmundsdóttur.  Meirihluti bæjarráðs, Friðjón Einarsson, Gunnar  Þórarinsson og Kolbrún Jóna Pétursdóttir samþykkja tillögu A. Minnihluti bæjarráðs, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson samþykkja tillögu B.

Minnihluti bæjarráðs, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Ólöf Kristín Guðmundsdóttir hefur verið aðstoðarleikskólastjóri við Heiðarsel undanfarin ár og hefur nú tímabundið gegnt stöðu leikskólastjóra. Heiðarsel er landsþekkt fyrir gott leikskólastarf og fyrir að skila börnunum afar vel undirbúnum inn í grunnskóla. Þeir sem til þekkja vísa til þess að Ólöf Kristín eigi þar stóran þátt ásamt öflugu starfsfólki. Góð samvinna er á leikskólanum undir hennar forystu og góður starfsandi. Foreldrafélag skólans og foreldraráð hafa eindregið mælt með því að Ólöf verði ráðin skólastjóri til að halda áfram því faglega og góða starfi sem þar er unnið. Hún hefur jafnframt staðist með glæsibrag allar umsóknarkröfur auglýsingar um starfið. Það er því með öllu óskiljanlegt að henni skuli hafnað af bæjarráði. 

Meirihluti bæjarráðs, Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Kolbrún Jóna Pétursdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:

Umsóknarferlið um stöðu leikskólastjóra er unnið af fagmennsku og í samræmi við stjórnsýslulög sem og starfsmannastefnu Reykjanesbæjar. Það er einróma niðurstaða allra aðila sem höfðu umsjón með ráðningarferlinu þar á meðal ráðgjafafyrirtækinu Capacent að mæla með Hönnu Málmfríði Harðardóttur í starfið. Meirihluti bæjarráðs vill vinna faglega að ráðningu starfsmanna bæjarins og því tökum við undir mat þeirra aðila er stóðu að ráðningarferlinu.

 

7. Ráðning leikskólastjóra Tjarnarsels (2016050184)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Kristín Helgadóttir leikskólafulltrúi, mættu á fundinn.  Bæjarráð samþykkti að ráða Árdísi Hrönn Jónsdóttur í starf leikskólastjóra Tjarnarsels.

 

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Iron hotel ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjanesvegi 40 (2016050206)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Guðbjargar Sigurjónsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki II að Klapparstíg 8 (2016050215)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hafdísar Ölmu Karlsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Erlutjörn 4 (2016050242)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti

 

11. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. maí 2016 (2016020009)

Fundargerðin lögð fram.

 

12. Erindi forsvarsmanna Hótel Keilis (2016050283)

Lagt fram.

 

13. Lyngmói 17 (2016050299)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála mættu á fundinn. 

Málinu frestað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2016.