1079. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 23. júní 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Baldur Þ. Guðmundsson varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Erindi frá Arctica Finance (2015060565)
Lagt fram bréf frá Alterra Power Corp. dagsett 22. júní 2016. Málinu frestað til næsta fundar.
3. Fjárhagsáætlun 2017 - 2020 (2016060178)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir breytingar á samþykktum um fjárhagsáætlunarferli Reykjanesbæjar sem kynntar voru á fundinum.
4. Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (2016060189)
Bæjarráð telur rétt að stjórn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. segi upp þjónustusamningi um rekstur og umsýslu fasteigna / fasteignafélags við Klasa fasteignastýringu ehf. dags. 1. desember 2011 og skv. viðauka dags. 1. júlí 2012.
5. Erindi vegna framkvæmda við Helguvík (2016060270)
Lagt fram.
6. Slit Héraðsnefndar Suðurnesja (2016060235)
Fundargerðir lagðar fram.
7. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 2. maí 2016 (2016050102)
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 15. júní 2016 (2016020009)
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 20. júní 2016 (2016050195)
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. júní 2016 (2016010178)
Áttundi liður í fundargerðinni um nýtt deiliskipulag Flugvalla er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 5 atkvæðum.
Fundargerðin samþykkt 5-0 að öðru leyti.
11. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)
a. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2019, 764. mál
http://www.althingi.is/altext/145/s/1284.html
Lagt fram.
12. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Mycar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Valhallarbraut 761 (2016050086)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Camping Iceland ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Smiðjuvöllum 3 (2016050369)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
14. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar ICR ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Grófinni 15b (2016060011)
Bæjarráð mælir ekki með veitingu starfsleyfisins að svo stöddu þar sem umsækjandi hefur ekki neina aðkomu að fasteigninni Grófin 15 þ.e. hvorki leigjandi eða eigandi eignarinnar.
15. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Húsbílaleigunnar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Grófinni 15b (2016060012)
Bæjarráð mælir ekki með veitingu starfsleyfisins að svo stöddu þar sem umsækjandi hefur ekki neina aðkomu að fasteigninni Grófin 15 þ.e. hvorki leigjandi eða eigandi eignarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.