1081. fundur

07.07.2016 00:00

1081. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. júlí 2016 kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússonaðalmaður, Kristján Jóhannsson varamaður, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)
Bæjarráð samþykkir að óska eftir frekari fresti til að koma að athugasemdum til Eftirlitsnefndar og felur bæjarstjóra að senda erindi þess efnis.

3. Beiðni um aukna starfsheimild á fræðslusviði (2016070029)
Bæjarráð samþykkir aukna starfsheimild um 20% á fræðslusviði frá og með næsta skólaári vegna kennslu- og sérkennsluráðgjafar. Kostnaður vegna þessa verður tekinn af bókhaldslykli 21011.

4. Samsetning stjórnar Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2016070026)
Athugasemdir bárust frá Fjármálaeftirlitinu um samsetningu stjórnar sjóðsins.
Bæjarráð skipar Friðjón Einarsson í varastjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar frá og með 7. júlí 2016.

5. Hreinsun á Vatnsnesi (2016060372)
Áskorun Vatnsnesbúsins landeigendafélags sf. um hreinsun á Vatnsnesi.
Bæjarráð fagnar áhuga Vatnsnesbúsins landeigendafélags og felur umhverfissviði að vinna í málinu.

6. Ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks (2016070034)
Erindi frá Ferðamálastofu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.
Bæjarráð tilnefnir Hrafnhildi Ýr Hafsteinsdóttur sem tengilið Reykjanesbæjar fyrir verkefnið.

7. Umsókn um stofnstyrk frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins (2016070033)
Málinu er frestað.

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. júní 2016 (2016030042)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð Almannavarnarnefndar Suðurnesja 10. maí 2016 (2016070027)
Fundargerðin lögð fram.

10. Rekstraruppgjör janúar til apríl 2016 (2016050406)
Lagt fram.

11. Niðurstaða útboðs endurskoðunar (2016070036)
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Grant Thornton endurskoðunar ehf. í endurskoðun fyrir Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar á grundvelli niðurstöðu útboðs.

12. Styrkbeiðni vegna EM skjás í skrúðgarði (2016070035)
Bæjarráð samþykkir 100.000 kr. styrkveitingu vegna viðburðarins og verður upphæðin tekin af bókhaldslykli 21011.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið.