1082. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 14. júlí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Kristján Jóhannsson varamaður, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Erindi frá Arctica Finance (2015060565)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Beiðni um fjármagn vegna aukinnar tímabundinnar þjónustu (2016070081)
Erindi frá forstöðumanni fjölskyldumála vegna málefna fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir erindið. Heildarkostnaður er 1.100.000,- kr. og verður upphæðin tekin af bókhaldslykli 21011.
3. Erindi frá leikskólanum Akri - hænur á leikskólalóð (2016070059)
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita leikskólanum Akri undanþágu frá 30. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjanesbæ nr. 830/2012 til að vera með hænur á lóð leikskólans.
4. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. 4. júlí 2016 (2016060394)
Fundargerðin lögð fram.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Sigurðar Haraldssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Gónhóli 13 (2016070068)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Jóhanns Sv. Þorsteinssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Holtsgötu 2 (2016070069)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Líbu ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Austurgötu 13 (2016070070)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Þórhildar Eggertsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Mávatjörn 12 (2016070072)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Guðmundar Tómassonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Sólvallagötu 16 (2016070073)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
10. Starfsumhverfi sveitarstjórnarmanna (2016070094)
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.
Lagt fram. Málinu frestað.
11. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem Reykjanesbæ er gefinn frestur til 30. september 2016 til að bregðast við bréfi nefndarinnar frá 18. maí sl. Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.