1085. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 11. ágúst 2016, kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Fjárhagsáætlun 2017 - 2020 - tillaga að fjárhagsramma 2017 (2016060178)
Þórey I Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir tillögu að fjárhagsramma fyrir árið 2017 þar sem gert er ráð fyrir 12% framlegð.
2. Hafnargata 22 - kauptilboð (2016070147)
Málinu frestað.
3. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis vegna veitingastaðar í flokki III að Hafnargötu 38 (2016070206)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Barveldisins ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III að Hafnargötu 21 (2016070208)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Club 28 ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Hafnargötu 30 (2016080046)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Happy Campers ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Stapabraut 21 (2016070080)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. ágúst 2016.